Innlent

Búist við 8.000 ferðamönnum úr 4 skipum á einum degi

Búist er við að allt að átta þúsund erlendir ferðamenn muni stíga á land úr fjórum skemmtiferðaskipum í Reykjavík 18. júní næstkomandi og munu aldrei áður jafn margir farþegar úr slíkum skipum hafa komið sama daginn til Reykjavíkur.

Reyndar mun fjöldi skemmtiferðaskipa slá öll fyrri met í sumar og er til dæmis von á 76 skipum til Reykjavíkur og nokkur skip koma líka til Hafnarfjarðar, en þó nokkur þeirra hafa svo viðkomu i öðrum höfnum á landinu.

Von er á allt að hundrað þúsund farþegum með skipunum í sumar, sem er 42 prósenta fjölgun frá því í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×