Fleiri fréttir

Vinnuslys í álverinu í Straumsvík

Vinnuslys varð í álverinu í Straumsvík á öðrum tímanum í dag. Meðal annars var slökkviliðsbíll kallaður út en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var það vegna þess að sá slasaði klemmdi fótinn sinn og þurfti að losa hann með hjálp tækjabúnaðar slökkviliðsins.

Endurheimti líf sitt eftir andlitságræðslu

Bandaríkjamaðurinn Richard Lee Norris fékk nýtt andlit í síðustu viku. Skurðaðgerðin var ein sú flóknasta sem framkvæmd hefur verið og segja læknar að bati Norris sé með ólíkindum.

Leiðbeinandi dæmdur fyrir að misnota unglingsstúlkur

Karlmaður fæddur 1986 var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands í síðustu viku fyrir að misnota kynferðislega tvær unglingsstúlkur síðasta sumar. Um er að ræða mann sem starfaði annarsvegar sem leiðbeinandi í grunnskóla stúlknanna og að auki starfaði hann sem leiðbeinandi hjá Rauða Krossinum.

Mottumars klárast á morgun

Árvekni- og fjáröflunarátakinu Mottumars lýkur á morgun, fimmtudaginn, 29. mars, með lokahófi í Þjóðleikhúskjallaranum. Alls hafa tæpar 23 milljónir safnast í átakinu í þetta sinnið og á morgun verða þeir sem þátt tóku í átakinu með því að skarta yfirskeggjum af öllum stærðum og gerðum heiðraðir.

Steingrímur farinn til Kanada

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er staddur í Ottawa í Kanada. Í tilkynningu frá ráðuneytum hans segir að þar muni hann eiga þar nokkra fundi með ráðherrum, bankamönnum og öldungardeildarþingmönnum. Á morgun mun ráðherra taka þátt í pallborðsumræðum um stöðu efnahagsmála og vanda ríkissjóða hjá Harvard Business School Club í Toronto.

Þrjátíu veiktust í veislu í Skagafirði

Talið er að hátt í þrjátíu manns hafi veikst af matareitrun eftir að hafa borðað sjávarrétt í veislu í Skagafirði. Enginn var lagður inn á sjúkrahús en eldri maður fékk ansi svæsin einkenni.

Árs fangelsi fyrir brennu

Karlmaður var dæmdur í eins árs óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að kveikja í íbúðarhúsi á Leifsgötu i Reykjavík í júlí árið 2010. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að kveikja í öðru húsi á Tryggvagötu í janúar 2009.

Pétur Kr. Hafstein hættir sem forseti kirkjuþings

Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, hefur af heilsufarsástæðum sagt af sér embætti forseta og jafnframt þingfulltrúastarfi fyrir Suðurprófastsdæmi, 9. kjördæmi kirkjuþings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni. Pétur lætur jafnframt af öðrum trúnaðarstörfum í þágu þjóðkirkjunnar.

Tveggja ára fangelsi fyrir að verða barni sínu að bana

Agné Krataviciuté, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa orðið nýfæddu sveinbarni sínu að bana í júlí á síðasta ári, veita því skurðáverka í andliti og koma líkama þess fyrir í ruslageymslu Hótel Frón, þar sem Agné starfaði við þrif. Dómari kvað upp úrskurð nú fyrir stundu.

Eygló hraunaði yfir Ragnheiði Elínu úr ræðustól á Alþingi

Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins hraunaði yfir framgöngu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins í nótt. Í ræðustól á Alþingi rétt áðan sagði Eygló að framkoma þingflokksformannsins hafi verið mikill dónaskapur og henni til skammar.

Gengistryggð lán milljónum lægri en verðtryggðu lánin

Kostnaður við að færa verðtryggð lán Íbúðalánasjóðs, frá árunum 2002 fram að hruni, niður að stöðunni eins og hún væri hefðu verðbólgumarkmið Seðlabankans staðið nemur 67,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í útreikningum sem KPMG hefur unnið fyrir Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Lokað hjá Mæðrastyrksnefnd

Lokað verður hjá Mæðrastyrksnefnd í dag samkvæmt tilkynningu frá stjórn nefndarinnar. Úthlutun er að öllu jöfnu á miðvikudögum en verður semsagt ekki í dag. Aftur á móti er stefnt að úthlutun eftir viku.

Hungurleikarnir og sálmabókin seljast vel

Íslendingar eru hrifnir af norrænum krimmum þessa dagana samkvæmt sölutölum Eymundsson vikuna 21. til 27. mars. Þá seldust bækurnar Englasmiðurinn og Snjókarlinn best í bókabúðum Eymundsson. Þá er einnig ljóst að Hungurleikarnir eftir Suzanne Collins fer vel í ungmenni þjóðarinnar. Hún er þriðja mest selda bókin og trónir einnig á toppnum í flokki unglinga- og barnabókmennta.

Skógarkerfill sækir í sig veðrið

Skógarkerfill hefur lagt undir sig lúpínubreiður í Hrísey á undanörnum árum. Gróska kerfilsbreiða hefur nú verið rannsökuð í fyrsta sinn og því er hægt að fá vísbendingar um hvers er að vænta í landi sem skógarkerfill leggur undir sig. Að sögn Borgþórs Magnússonar, plöntuvistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sækir kerfillinn helst í frjósamt land og gömul tún sem hætt er að rækta.

Mjallgæs sést á Íslandi í fyrsta sinn

Meðal þeirra fugla, sem nýttu sér góðan byr til Íslands í hlýindunum á mánudag, var svonefnd Mjallgæs, sem er hvít gæs og hefur aldrei áður komið hingað til lands, svo vitað sé.

Áskorun um að tryggja öryggi lögreglumanna

Lögreglufélag Suðurlands skorar á yfirstjórn lögreglumála að tryggja það að öryggismálum lögreglumanna, þjálfun og búnaði verði án tafa komið í það horf, sem kveðið er á um í reglum ríkislögreglustjóra.

Kappaksturinn úr myndinni Bullit endurgerður

Búið er að endurgera einn þekktasta kappakstur eða bílaeltingaleik kvikmyndasögunnar. Um er að ræða eltingarleikinn þegar Steve McQueen eltir launmorðingja um götur San Francisco í myndinni Bullit sem gerð var árið 1968.

Mannæta handtekin í Rússlandi

Enn ein mannætan hefur verið handtekin í Rússlandi. Um er að ræða 22 ára gamlan mann frá borginni Belinsky en hann hefur játað að hafa myrt sex manns og étið úr þeim bæði hjörtu og lifur.

Hiti komst hæst í 18,2°C

Veður Einungis 0,1 gráðu vantaði upp á að hitamet frá árinu 1948 félli á Austurlandi um helgina. Hitinn mældist mestur 18,2°C á Skjaldþingsstöðum en fyrra metið var 18,3 gráður. Frá þessu greinir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á bloggi sínu. Hitinn komst í 17 gráður á nokkrum stöðum á Austfjörðum. Sjá mátti á hitaritum að hitinn hækkaði heldur eftir hádegi en víða var vindur 10-15 m/sek.

Stjórnarandstaðan sökuð um fordæmislaus klækjabrögð

Stjórnarþingmenn sökuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar um fordæmalaus klækjabrögð á Alþingi í nótt, við umræðuna um tillögu meirihluta stjórnskipunarnefndar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrártillögu stjórnlagaráðs.

Morðin ekki sýnd á skjánum

Sjónvarpsstöðin Al Jazeera tilkynnti í gær að hún ætlaði ekki að sýna myndband sem franski fjöldamorðinginn Mohamed Merah hafði tekið af ódæðum sínum og sent stöðinni. Forsvarsmenn Al Jazeera tóku enn fremur fram að enginn fengi afrit af upptökunni en beiðnir höfðu borist um slíkt.

Ljósastúdíó fyrir sigurvegarann

Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins hefst í dag og er þemað „Páskastemning“. Besta myndin mun prýða forsíðu Fréttablaðsins laugardaginn 7. apríl næstkomandi. Verðlaun fyrir fyrsta sætið er heimaljósastúdíó frá Nýherja. Í því eru tveir 150W ljósastandar, regnhlíf og DVD-kennsludiskur. Verðlaun fyrir annað og þriðja sætið eru ferðir í Borgarleikhúsið fyrir tvo.

Makrílútgerð svipt umhverfisvottun

Útgerðir í Norður-Evrópu sem stunda makrílveiðar verða um mánaðamótin sviptar heimild til að merkja afurðir sínar með umhverfisvottun Marine Stewardship Council. Að sögn breska blaðsins The Guardian er ástæðan ofveiði Íslendinga og Færeyinga sem geri að verkum að makrílstofninn sé ekki lengur sjálfbær.

Ítreka áhyggjur af kjarnorku

Leiðtogar nærri sextíu ríkja, sem komu saman í Suður-Kóreu í vikunni, hafa áhyggjur af því að hryðjuverkamenn eigi auðvelt með að komast yfir efni til gerðar kjarnorkusprengju. Slík efni eru til staðar í mörgum húsum í nokkrum tugum landa. Jafnvel þótt aðeins brotabrot af þeim kæmust í hendur hryðjuverkamanna, þá gætu afleiðingarnar orðið skelfilegar.

Saga ferðaþjónustunnar í bók

Stefnt er að útgáfu sögu ferðaþjónustunnar á Íslandi innan þriggja ára, samkvæmt samkomulagi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og iðnaðarráðuneytisins. Árni Gunnarson, formaður SAF, segir að ýmislegt hafi verið gert til að skrásetja einstök sögubrot úr ferðaþjónustunni, svo sem með kostun og vefútgáfu viðtala við ýmsa af frumkvöðlum íslenskrar ferðaþjónustu. Hann segir stjórn SAF hafa ákveðið að verja fimm milljónum króna til að koma af stað ritun sögunnar, en ráðuneytið leggi fram sömu upphæð á móti.- óká

Einn dæmdur fyrir að brenna Krýsuvíkurkirkju

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega tvítugan mann í eins árs fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að leggja eld að Krýsuvíkurkirkju í janúar 2010 með þeim afleiðingum að hún brann til ösku. Dómurinn féll um miðjan febrúar en hefur ekki verið birtur opinberlega.

Fjármálareglur í þjóðaratkvæði

Írska stjórnin hefur ákveðið að efna til kosninga 31. maí um fjármálabandalag Evrópusambandsins. Írland er eina aðildarríkið sem ber þessar breytingar á Evrópusáttmálanum undir þjóðina.

Búlandsvirkjun hefur mikil áhrif á náttúru og byggð

virkjanirÁstæður þess að Búlandsvirkjun er sett í biðflokk í frumvarpi um rammaáætlun eru að veruleg óvissa ríkir um umhverfisáhrifin en á vatnasviði Skaftár og á áhrifasvæði virkjunarinnar eru náttúruverðmæti á heimsvísu. Þetta kemur fram hjá Þóru Ellen Þórhallsdóttur sem var formaður faghóps I og í verkefnisstjórn 2. áfanga rammaáætlunar.

Ung skíðahetja sofnaði standandi

Skíðamennskan getur svo sannarlega tekið á. Eftir erfiðan dag í skíðabrekkunum var Bode litli úrvinda og gat ómögulega haldið augunum opnum.

Leggja til að skipulögð glæpastarfsemi verði bönnuð

Þingflokkur Framsóknarflokksins lagði í dag fram þingsályktunartillögu þess efnis að innanríkisráðherra verði falið að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum sem banna að á Íslandi starfi brotahópar sem stundi starfsemi sem fellur undir alþjóðlegar skilgreiningar um skipulagða glæpastarfsemi.

Segja kvótafrumvarpið mjög íþyngjandi fyrir sjávarútveginn

Kvótafrumvarpið sem Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti í gær er mjög íþyngjandi fyrir rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Þetta kemur fram í greinargerð sem unnin var fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Það voru þeir Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, og Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, sem unnu greinargerðina.

Einhleypa áttburamamman sat nakin fyrir

Áttburamamman Nadía, sem ól áttbura árið 2009, sat nýlega fyrir nakin fyrir tímarit. Nadía þykir fögur kona, með flatan maga og brjóst í stærðinni 34DD. Þrátt fyrir þetta allt saman segist hún hafa verið ein í þrettán ár. Börnin hafi verið frjóvguð með gjafasæði. "Ég fæ allt of mikla athygli frá karlmönnum, en ég mun ekki slá mér upp með neinum fyrr en börnin eru orðin átján ára. Ég lifi fyrir þau núna," segir hún. Nadía segist samt ekki útiloka sambönd í framtíðinni. En núna líti hún undan þegar karlmenn gefi henni auga. "Ég veit ég er falleg, ég þarf ekki karlmann til að segja mér það," segir hún í viðtali við Sun.

Sjá næstu 50 fréttir