Innlent

Hiti komst hæst í 18,2°C

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veður Einungis 0,1 gráðu vantaði upp á að hitamet frá árinu 1948 félli á Austurlandi um helgina. Hitinn mældist mestur 18,2°C á Skjaldþingsstöðum en fyrra metið var 18,3 gráður. Frá þessu greinir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á bloggi sínu. Hitinn komst í 17 gráður á nokkrum stöðum á Austfjörðum. Sjá mátti á hitaritum að hitinn hækkaði heldur eftir hádegi en víða var vindur 10-15 m/sek.

- áas




Fleiri fréttir

Sjá meira


×