Fleiri fréttir

Ekki vera eins og Þrándur

Nú styttist í að rafrænar kosningar fari fram í Reykjavík. Að því tilefni hefur samráðsvefurinn Betri Reykjavík birt myndband þar sem borgarstjórinn ræðir um kosti slíkra kosninga.

Dómur Landsdóms líklega kveðinn upp eftir páska

Landsdómur mun að öllum líkindum ekki kveða upp dóm í sakamáli gegn Geir H. Haarde fyrr en eftir páska samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini A. Jónssyni, skrifstofustjóra Hæstaréttar Íslands.

Keyptu yfir tíu þúsund miða í Herjólf - lögmætið óljóst

Þjóðhátíðarnefndin í Vestmannaeyjum keypti rúmlega tíu þúsund miða í Herjólf yfir Verslunarmannahelgina. Þannig er nær uppselt í ferðir til Vestmannaeyja fimmtudag og föstudag fyrir helgina. Og svo á mánudegi og þriðjudegi eftir helgi. Þjóðhátíðarnefndin selur svo miðana áfram, á sama verið og þeir voru keyptir, eða á 1150 krónur.

Tilboð í Vestfjarðarveg opnuð - lægsta boð 2,1 milljarður

Tilboð í gerð Vestfjarðarvegar um Kjálkafjörð og Kerlingafjörð voru opnuð í dag hjá Vegagerðinni. Hæsta boð átti Ingileifur Jónsson og hljóðar það upp á 83 prósent af áætlaðri kostnaðaráætlun. Hún hljóðar upp á 2.580 milljónir króna og var lægsta boð því 2.154 milljónir. Suðurverk átti næstlægsta boð, 2.487 milljónir.

Þriggja vikna biðlisti hjá Stígamótum

Þrátt fyrir sex ráðgjafa þá er þriggja vikna bið í viðtöl hjá Stígamótum. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, framkvæmdastýru Stígamóta þá geta fulltrúarnir tekið fimm til sex einstaklinga í viðtöl á hverjum degi.

Bústaður brennur í Hvassahrauni

Eldur logar nú í sumarhúsi í Hvassahrauni, sem er sunnan við álverið í Straumsvík. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór a staðinn og að sögn vaktstjóra er bústaðurinn alelda. Hann er því að öllum líkindum ónýtur. Óljóst er um eldsupptök.

Lýst eftir Sindra Frey

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sindra Frey Jenssyni 16 ára, til heimilis að Túngötu 20, Grindavík. Síðast er vitað um ferðir Sindra Freys í Mosfellsbæ í gærdag. Hann var þá klæddur í gráa hettupeysu með rennilás, grænum/gráum Adidas jogging-buxum og í svörtum skóm.

Bæjarlögmaðurinn segir ásakanir fráleitar

Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögfræðingur Kópavogs, segir það af og frá að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni á fundi sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Orðrétt segir Þórður í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla:

Fær miskabætur vegna rannsóknar á nauðgun - eiginkonan skildi við hann

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur gert Íslenska ríkinu að greiða karlmanni hálfa milljón króna í miskabætur eftir að lögreglan handtók hann í maí árið 2009 þar sem hann var grunaður um að hafa nauðgað gesti skemmtistaðar í Reykjavík. Lögreglan fór því næst fram á að maðurinn sætti gæsluvarðhaldi og samþykkti Héraðsdómur Reykjavíkur kröfu lögreglustjórans um vikulangt varðhald.

Fjórir Vítisenglar handteknir og húsleitir á sex stöðum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan á Suðurnesjum handtóku fyrir helgina fjóra meðlimi Hells Angels og framkvæmdu í kjölfarið húsleit á samtals sex stöðum í báðum umdæmunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Mönnunum var öllum sleppt skömmu síðar en handtökurnar eru liður í rannsókn lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi.

Kynjaskipt svefnpokapláss á Þjóðhátíð

Þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja keypti í morgun hluta af miðunum sem seldir verða með Herjólfi í kring um hátíðina. Ekki fæst uppgefið hversu stóran hluta nefndin keypti. Í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á vaktað kynjaskipt svefnrými innahúss á Þjóðhátíð. Byrjað var í morgun að selja miðana. "Við keyptum hluta af miðunum til að setja í sölu með miðum í Herjólfsdal," segir Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóðhátíðarnefndar. Hann vill ekki gefa upp um hversu stórt hlutfall mðanna er að ræða. "Við viljum nú kannski ekki gefa það upp. Ég held að það sé misjafnt eftir ferðum," segir Páll. Miðarnir sem nefndin keypti eru í ferðir á fimmtudag og föstudag fyrir þjóðhátíðarhelgina, og svo á mánudag og þriðjudag. Þetta er í fyrsta skipti sem nefndin kaupir miða með Herjólfi. Páll segir að aðrir hafi þó áður selt saman miða í Herjólf og í Herjólfsdal. Ástæðuna fyrir kaupunum segir Páll vera til að fá betri yfirsýn yfir gestafjölda, og til að nýta ferðir Herjólfs til fulls. Páll segir nefndina hafa keypt miðana til að fá betri yfirsýn yfir gestafjölda, og nýta ferðir Herjólfs til fulls. Oft hafi miðar með Herjólfi hreinlega selst upp á tveimur dögum þegar byrjað er að selja miðana í marsmánuði. "En síðan er fólk ekki alltaf að nýta farmiðana og er þá um leið í raun að "blokkera" aðgang annarra á sama tíma," segir Páll. Hann tekur fram að nefndinn hafi keypt miðana fullu verði, og þeir verði seldir áfram fyrir sömu upphæð, jafnvel í pakka þar sem einnig er boðið upp á gistingu. "Við ætlum að bjóða upp á nýja gistimöguleika. Við ætlum að tjalda inni í nýja knattspyrnuhúsinu og leigja þar gistingu, undir þaki, í skjóli, í vöktuðu húsnæði. Við munum líka bjóða upp á kynjaskipta gistingu í íþróttasölum þar sem verður vöktun líka, þar sem stelpur verða sér og strákar verða sér." Eftir síðustu Þjóðhátið var mikil umræða um þær nauðganir sem áttu sér stað á hátíðinni. Er þess aukna gæsla og kynjaskipting viðbrögð við þeim? "Kannski ekki bein viðbrögð. Við teljum þetta bara vera vinkil á því að geta betur tryggt öryggi," segir Páll.

Grétar Mar: Nýtt kvótafrumvarp verra en núgildandi lög

Kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar er verra en núverandi lög og nær hvorki að tryggja nýliðun innan greinarinnar né jafnræði. Þetta segir fyrrverandi þingmaður. Með frumvarpinu sé verið að afhenda útgerðarmönnum fiskiauðlinda á silfurfati.

Straumsvíkurmálinu frestað - vitni neitar að koma til landsins

Réttarhöldunum í Straumsvíkurmálinu svokallað var frestað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgunn þar sem lykilvitni ákæruvaldsins vill ekki mæta fyrir dómstól og bera vitni. Ástæðan er sú að vitnið á að hafa pakkað og sent fíkniefnin frá Hollandi til Íslands, en maðurinn er búsettur í Hollandi. Hann er talinn geta varpað ljósi á það hver skipulagði innflutninginn.

Sprengjumaður áfram í gæsluvarðhaldi

Dómari Héraðsdóms Reykjaness féllst á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni í gær, sem var handtekinn í lok febrúar, eftir að lögreglu á Suðurnesjum bárust ábendingar um sérkennilega Facebook síðu mannsins. Þar mátti finna myndir af manninum, sem er 29 ára gamall, handleika skotvopn auk þess sem þar mátti finna myndir af sprengju og sprengjuefni. Þá hafði maðurinn myndað það þegar hann sprengdi fiskikar í loft upp.

Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni

Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins.

LÍÚ segir kvótafrumvarpið skerða aflaheimildir verulega

Aflaheimildir í þorski verða skertar um 9,5%, um 6,5% í ýsu, rúm 7% í ufsa og tæp 10% í steinbít, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórnun, segir á heimasíðu Landssambands íslenskra útvegsmanna.

Innanlandsflugið aftur á áætlun

Innanlandsflug Flugfélags Íslands frá Reykjavík virðist vera á áætlun nú í morgunsárið, en hætta varð innanlandsflugi í gærkvöldi vegna hvassviðris á Reykjavíkurflugvelli.

Vopnað rán framið á Akureyri í nótt

Vopnað rán var framið á Akureyri í nótt þegar grímuklæddur maður, vopnaður rörbút, kom inn í sólarhringsverslun 10-11 í kaupangi um hálf þrjú leitið og ógnaði afgreiðslumanni.

Dögun mótmælir kvótafrumvarpinu harðlega

Félagsfundur Dögunar, samtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði, mótmælir harðlega frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og krefst þess að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan kerfisins.

Banaslys á Ólafsfjarðarvegi

Banaslys varð á Ólafsfjarðarvegi síðdegis í gær á móts við bæinn Kross, sunnan Dalvíkur, þegar flutningabíll og sendibíll skullu þar saman og ökumaður sendibílsins lést. Hann var á þrítugsaldri.

Hertu viðurlög við alvarlegum spjöllum

Alþingi hefur samþykkt að herða verulega viðurlög við spjöllum á náttúru Íslands. Opna lagabreytingarnar meðal annars á það að ökutæki verði gerð upptæk hafi þau verið notuð af eiganda þeirra við náttúruspjöll.

Óljós ákvæði og óásættanleg

Bændasamtök Íslands leggjast alfarið gegn samþykkt frumvarps um breytingu á búvörulöggjöf og tollalögum í óbreyttri mynd. Í umsögn samtakanna um frumvarpið segir að taka verði til endurskoðunar þau ákvæði þess sem lúta að skilgreiningu á hvenær framboð búvara er ekki nægjanlegt.

Selja mynd til styrktar löxum

Tvær íslenskar laxveiðiár eru meðal þeirra áa sem eru vettvangur bandarískrar heimildarmyndar um Norður- Atlantshafslaxinn. Í myndinni, sem heitir Passion Called Salmon, eða Ástríðan lax, er meðal annars vikið að þeim vanda sem steðjar að

EasyJet hefur flug til Íslands

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hefur flug til Íslands í dag. Þá flýgur flugvél á vegum easyJet frá London til Keflavíkur þar sem vélin lendir klukkan 08.40. Fulltrúar ISAVIA og Ian Whitting, sendiherra Bretlands á Íslandi, munu taka á móti flugvélinni en við stjórnvölinn verður íslenskur flugmaður sem starfar hjá easyJet.

Ákærðir fyrir flókin og stórfelld fjársvik

Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur fjórum ungum mönnum fyrir stórfelld og flókin fjársvik og fjárdrátt sem í heild nema tugum milljóna króna. Lögregla hefur rannsakað málið frá því um sumarið 2009, eða í rúmlega tvö og hálft ár.

Bæjarstjóri sýndi frumkvæði og rak sjálfan sig

Bæjarstjórinn í bænum Keller City í Texas í Bandaríkjunum hefur rekið sjálfan sig. Hann tilkynnti um ákvörðunina í síðustu viku. Til útskýringar sagði hann að bærinn hefði einfaldlega ekki á þörf á sér..

Skora á Kristínu

Hópur fólks vinnur nú að því að undirbúa áskorun á Kristínu Ingólfsdóttur rektor Háskóla Íslands til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands.Tilefnið er könnun sem birtist á laugardag og sýndi að mikill meirihluti þjóðarinnar vill sjá nýjan húsbónda á Bessastöðum.

Banaslys á Ólafsfjarðarvegi

Banaslys varð á Ólafsfjarðarvegi við bæinn Krossa seinni partinn í dag. Þar varð árekstur með sendibifreið og vöruflutningabifreið og voru ökumenn einir í bílunum. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Þar var ökumaður sendibifreiðarinnar, maður á þrítugsaldri, úrskurðaður látinn. Ökumaður vöruflutningabifreiðarinnar fékk að fara heim að lokinni skoðun. Lögreglan á Akureyri vinnur að rannsókn málsins í samstarfi við Rannsóknarnefnd umferðarslysa.

Metnaðarfullir foreldrar eyðilögðu rótgróna hefð

Ágengir foreldrar eru orsökin fyrir því að hinni árlegu páskaeggjaleit í Colorado Springs hefur verið aflýst. Eggjaleitin hefur ávallt verið ætluð börnum en á síðasta ári gátu foreldrarnir ekki hamið sig.

Upptökur af morðunum fóru á fjölmiðla

Mohamed Merah, sem myrti sjö manns í Frakklandi, kvikmyndaði morðin og sá til þess að upptökur færu á Al Jazeera fréttastöðina. Merah drap þrjá hermenn, rabbína og þrjú börn.

Sjá næstu 50 fréttir