Innlent

Búlandsvirkjun hefur mikil áhrif á náttúru og byggð

Suðurorka vinnur að undirbúningi Búlandsvirkjunar. Framkvæmdastjórifyrirtækisins segir að umhverfismat gæti verið tilbúið um mitt næsta ár og gagnrýnir að virkjunina eigi að setja í biðflokk.
Suðurorka vinnur að undirbúningi Búlandsvirkjunar. Framkvæmdastjórifyrirtækisins segir að umhverfismat gæti verið tilbúið um mitt næsta ár og gagnrýnir að virkjunina eigi að setja í biðflokk.
virkjanirÁstæður þess að Búlandsvirkjun er sett í biðflokk í frumvarpi um rammaáætlun eru að veruleg óvissa ríkir um umhverfisáhrifin en á vatnasviði Skaftár og á áhrifasvæði virkjunarinnar eru náttúruverðmæti á heimsvísu. Þetta kemur fram hjá Þóru Ellen Þórhallsdóttur sem var formaður faghóps I og í verkefnisstjórn 2. áfanga rammaáætlunar.

Virkjunin er rétt austan Eldgjár, á svæði með einstakar jarðminjar, sérstakt lífríki og fjölbreytt og fagurt landslag. Faghópurinn taldi að vatnasvið Skaftár væri á heildina litið fimmta verðmætasta svæðið af þeim 30 sem metin voru í 2. áfanga rammaáætlunar, og Búlandsvirkjun var í hópi þeirra tíu vatnsaflsvirkjana sem faghópurinn taldi að myndu hafa hvað neikvæðust áhrif á umhverfi.

Virkjunin hefur áhrif á þrjár ár, Skaftá, Syðri-Ófæru og Tungufljót, og felur m.a. í sér að farvegur Skaftár verður nær þurr á allt að 15 km kafla neðan Hólaskjóls. Þóra Ellen segir að þessari virkjun fylgi meiri óvissa um umhverfisáhrif heldur en mörgum öðrum sem metnar voru í rammaáætlun, meðal annars vegna þess að gert er ráð fyrir að í Skaftárhlaupum verði stíflan felld niður á kafla þannig að hlaupvatn fari ekki í miðlunarlónið heldur niður upprunalegan farveg Skaftár.

Óvissa ríkir um setsöfnun ofan stíflunnar, og fok úr farveginum í kjölfar hlaupa og frá miðlunarlóninu sem á að vera í grunnum og grónum dal. Þá segir Þóra óvissu ríkja um áhrif framkvæmdarinnar á grunnvatn og lindir í byggð, en við Botna í Eldhrauninusunnan Skaftár er eitt mesta lindasvæði á landinu og í Grenlæk og Tungulæk eru mikil verðmæti í sjóbirtingi.

Sjónræn áhrif framkvæmdarinnar verði mikil á mjög verðmætt svæði. kolbeinn@frettabladid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×