Erlent

Mannréttindafulltrúi segir yfirvöld í Sýrlandi pynta börn

Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna.
Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna. mynd/AFP
Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, sakar yfirvöld í Sýrlandi um að hafa fangelsað og pyntað hundruð barna frá því að bylting hófst í landinu fyrir rúmu ári.

Þá óttast hún um afdrif þeirra barna sem enn eru í haldi öryggissveita. Pillay lét ummælin falla í viðtali við breska ríkissútvarpið í dag.

Hún sagði að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefði enn ákvörðunarvald í landinu og að hann gæti auðveldlega komið í veg fyrir áframhaldandi átök.

Pillay sagði að Assad bæri ábyrgð á þeim ódæðisverkum sem hefðu verið framin í landinu á síðustu mánuðum og að hann yrði að svara fyrir glæpi sína.

Yfirvöld í Sýrlandi samþykktu í gær friðaráætlun Kofi Annans en hann hefur unnið að úrlausn á vandamálum landsins fyrir hönd Arababandalagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×