Fleiri fréttir

Útborgun Grikklands talin líkleg

Alþjóðlegir fjármálaeftirlitsmenn segjast hafa náð samkomulagi við Grikkland varðandi aðgerðir til að koma efnahagi landsins á réttan kjöl.

Markmiði kynjakvótalaga náð

Hlutfall kynja í nýjum nefndum sem skipaðar voru í fyrra var 43% konur og 57% karlar. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu Jafnréttisstofu. Hlutfall kynjanna í öllum nefndum sem starfandi voru í fyrra var 40% konur 60% karlar.

Bretar og Bandaríkjamenn ráðast gegn sjóræningjum

Utanríkisráðuneyti Ítalíu hefur greint frá því að sjóliðsveitir Bandaríkjamanna og Breta hafi frelsað áhöfn flutningaskipsins Montecristo út fyrir ströndum Sómalíu í dag eftir að sjóræningjar gengu um borð í skipið.

Refsivert verði að veita þinginu rangar upplýsingar

Það verður refsivert fyrir ráðherra að veita Alþingi vísvitandi rangar eða villandi upplýsingar eða leyna þingið upplýsingum, samkvæmt nýju lagafrumvarpi sem fimm stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram. Slíkt er ekki refsivert samkvæmt núgildandi lögum. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

Þorsteinn: "Kæran hreinn og klár sóðaskapur"

"Vond,“ sagði Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, þegar hann var spurður að því hvernig tilfinning það væri að ganga inn í dómsal. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum hófst rétt eftir klukkan eitt í dag en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum.

Efnahagur Tælands slæmur í kjölfar flóða

Í kjölfar mikilla flóða í Tælandi er talið að landið muni ganga í gegnum miklar efnahagsþrenginar á komandi mánuðum. Sérfræðinga grunar að framtíðarhorfum Tælands svipi mjög til þeirra sem Japanir gengu í gegnum eftir hamfarirnar í mars, fyrr á þessu ári.

Lögreglan leitar skemmdarvarga

Lögreglan leitar nú að hið minnsta tveimur aðilum sem eru grunaðir um að hafa stungið á hjólbarða á annan tug bifreiða á Seltjarnarnesi aðfaranótt síðasta laugardags. Þetta gerðist á Skólabraut, Vesturströnd, Bollagarðar, Sólbraut, Barðarströnd, Látraströnd og Suðurmýri. Lögreglan leitar vitna sem hugsanlega gætu hafa séð til þeirra sem voru að verki og biðlar til þeirra sem kunna að búa yfir einhverjum upplýsingum um málið að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.

Sorg í Kaíró

Mikill fjöldi fólks kom saman í Kaíró stuttu fyrir miðnætti í gær til að votta þeim sem féllu í mótmælunum á sunnudaginn virðingu. Talið er að 20.000 manns haf komið saman við kirkju kristna Egypta. Kristnir Egyptar telja herinn bera ábyrgð á ofbeldinu sem er hið versta síðan byltingin hófst fyrir átta mánuðum.

Tímóshenkó dæmd í sjö ára fangelsi

Júlía Tímóshenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, hefur verið dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misbeitt valdi sínu á meðan hún gegndi embætti árið 2009.

Mótmælendur í New York heimsækja milljónamæringa

Mótmælahreyfingin Hernenum Wall Street (e. Occupy Wall Street) lætur til sín taka á ný. Lögreglan handtók 50 mótmælendur í Boston eftir þau neituðu að yfirgefa svæði sem þau höfðu aðhafst á í meira en viku.

Aðalmeðferð í njósnamálinu í dag

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Þorsteini Húnbogasyni, fyrrum sambýlismanni Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, fer fram eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er grunaður um að hafa njósnað um Siv með því að hafa komið ökurita fyrir í bifreið hennar. Þau voru í sambúið í tuttugu og sex ár.

Stofnun Palestínuríkis ef til vill ekki tímabær

„Ég vonast til þess a nefndin gefi sér góðan tíma til að vinna í þessu þingmáli,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis. Nefndin ræddi í morgun þingsályktunartillögu utanríkisráðherra þess efnis að Ísland viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki. Bjarni segir ekki tímabært að spá fyrir um hver afdrif málsins verða. Það sé þó enginn ágreiningur um það að stefna beri að stofnun palestínsks ríkis. „Fyrir mér hefur spurningin verið sú hvort að það væri skynsamlegt og tímabært við núverandi aðstæður,“ segir Bjarni.

Slóvakía kýs um breytingar á evrusjóði

Búist er við að þing Slóvakíu greiði atkvæði í dag um breytingar á björgunarsjóði Evruríkjanna. Breytingarnar eru taldnar vera nauðsynlegar til að kljást við skuldavalda Evrópu.

Dínamítmaður kærir úrskurð héraðsdóms

Maðurinn sem sem stal sprengiefni úr tveimur rammgerðum gámum í síðustu viku hefur kært til Hæstaréttar úrskurð héraðsdóms um að hann skuli hefja afplánun þegar í stað. Maðurinn var á reynslulausn og átti eftir að afplána 300 daga. Eftir yfirheyrslu í gær var hann færður í Héraðsdóm Reykjavíkur sem úrskurðaði að maðurinn skildi hefja afplánun þegar í stað að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Þingmaður vill rannsókn - segir líf Önnu í hættu

Bandarískur þingmaður krefst þess að rannsókn fari fram á því hvernig stóð á því að nafn Önnu Björnsdóttur sem sagði til glæpaforingjans James "Whitey" Bulgers var gert opinbert. Hann segir líf hennar augljóslega í hættu.

Ratko Mladic með lungnabólgu

Fyrrverandi foringi Bosníu-Serba, Ratko Mladic, hefur verið lagður inn á spítala. Talið er að hann þjáist af lungnabólgu. Réttarhöld yfir Mladic fara fram í Haag í Hollandi.

Neðansjávareldgos við Kanaríeyjar

Neðansjávareldgos hófst við eyjuna El Hierro, sem tilheyrir Kanaríeyjaklasanum, í gær. Á vefnum Canaries News segir að vísbendingar séu um að eldgosið sé á 2000 metra dýpi á Las Calmas svæðinu. UM 9600 jarðskjálftar hafa verið á El Hierro síðan um miðjan júlí. Sá sterkasti varð á laugardaginn, en hann mældist 4,3 á Richterskvarða.

Ópíumframleiðsla eykst um 61% í Afghanistan

Ópíumframleiðsla í Afganistan jókst um 61% á síðasta ári. Ástæðan fyrir aukningunni er talin vera aukið verð ópíums sem hefur kvatt bændur í Aganistan til að stækka akra sína.

Ögmundur heimsótti sérstakan saksóknara

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti nýverið embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kynnti ásamt samstarfsmönnum sínum ráðherra og fylgdarliði starfsemi embættisins og starfsmenn.

Dánarvottorð Steve Jobs opinberað

Banamein Steve Jobs, fyrrum forstjóra og stofnanda Apple, hefur nú verið opinberað. Samkvæmt dánarvottorði lést Jobs úr andnauð sem orsakaðist vegna meinvarpa. Jobs þjáðist af krabbameini og hafði illkynja æxli í brisi.

Þrekvirki unnið á tíu dögum

Tuttugu og fimm ár eru liðin í dag frá því að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, komu saman til leiðtogafundar í Höfða í Reykjavík. Fundurinn hefur oft verið talinn marka upphaf endaloka Kalda stríðsins. Óhætt er að segja að augu alheimsins hafi beinst að Íslandi á meðan á fundinum stóð, en sjálfsagt hefur enginn íslenskur maður verið erlendum fjölmiðlum mikilvægari en Jón Hákon Magnússon. Hann sá um að skipuleggja alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöðina, sem starfaði á meðan að á fundinum stóð.

Kappræður í Bandaríkjunum í dag

Repúblikaninn og fylkisstjóri Texas, Rick Perry, vonast til að endurheimta efsta sæti skoðanakannana eftir kappræðurnar í New Hampshire í dag.

Júlía Tymoshenko misbeitti valdi sínu

Dómari í Úkraínu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Julía Tymoshenko fyrrverandi forsætisráðherra landsins hafi misbeitt valdi sínu þegar hún skrifaði undir gas samning við Rússa árið 2009.

Unnu átján milljarða í lottó

Nöfn hjóna frá Cambridge skíri í Bretlandi verða gerð opinber síðar í dag en á föstudaginn var duttu þau í lukkupottinn og unnu 101 milljón punda í Euromillions lottóinu, eða rúma átján milljarða íslenskra króna. Þau voru ein með allar tölur réttar og teljast nú á meðal ríkustu Englendinga. Til dæmis eru þau einni milljón punda ríkari en poppstjarnan David Bowie. Um er að ræða þriðja stærsta lottóvinning sögunnar í Bretlandi en sá stærsti, 160 milljónir punda féll í skaut skoskra hjóna fyrr á þessu ári.

Endurvekur gömlu bókauppboðin

„Ég er aðeins að reyna að endurlífga gömlu bókauppboðin sem voru í den en svona með nútímavæddu sniði," segir Ari Gísli Bragason, fornbókasali og framkvæmdastjóri fornbókaverslunarinnar Bókin ehf. Hann hefur undanfarna daga verið með uppboð á fornbókum á vefnum uppbod.is, en því líkur í dag.

Kosið í Líberíu

Kjörstaðar opnuðu í Líberíu í dag. Þetta er í annað sinn sem kosið er í Líberíu síðan borgarstyrjöldinni lauk árið 2003.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Túngötu og Garðastrætis nú rétt eftir klukkan níu í morgun. Meiðsli konunnar virðast vera minniháttar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en sólin er lágt á lofti nú í morgunsárið og gæti það hafa blindað ökumann. Konan verður flutt á slysadeild til skoðunar.

Föngum sleppt í Búrma

Yfirvöld í Búrma tilkynntu í morgun að þau ætli að náða 6300 fanga á einu bretti. Ekki er ljóst hve stór hluti þeirra er í fangelsi vegna pólitískra skoðanna sinna en yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að nýstofnuð mannréttindanefnd í landinu hvatti til þess að samviskufangar sem ríkinu stafi ekki hætta af ættu að fá frelsi. Talið er að tvöþúsund pólítískir fangar séu í haldi í Búrma.

Danskur liðþjálfi fyrir herrétt

Liðþjálfi í danska hernum hefur verið dreginn fyrir herrétt fyrir að skipa mönnum sínum inn á jarðsprengjusvæði í Afganistan. Atvikið átti sér stað þann þriðja september en þá sprakk sprengja í vegarkanti með þeim afleiðingum að hinn 22 ára gamli Jakob Olsen féll og fjórir félagar hans særðust.

Dregur úr umferð

Umferð í september síðastliðnum á sextán völdum talningarstöðum á hringveginum var 1,2 prósentum minni en í september í fyrra. Mesti samdrátturinn var á Norðurlandi, eða um tæp fjögur prósent, en minnstur í grennd við höfuðborgarsvæðið, eða 0,7 prósent.

Slóvakar greiða atkvæði um stækkun neyðarsjóðsins

Slóvakíska þingið mun síðar í dag greiða atkvæði um hvort rétt sé að stækka neyðarsjóð evrusvæðisins en Slóvakía er síðasta ríkið sem á eftir að útkljá málið af þeim sautján sem aðild eiga að evrusvæðinu.

Versta umhverfisslys í sögu Nýja-Sjálands

Óttast er að allt að þrjúþúsund tonn af olíu hafi þegar lekið úr tönkum flutningaskipsins Rena sem strandaði við Nýja Sjáland á miðvikudaginn í síðustu viku. Stjórnvöld segja að um versta umhverfisslys í sögu landsins sé að ræða en það gæti þó versnað til muna þar sem tæp 1700 tonn eru eftir af olíu í skipinu. Slæmt veður á svæðinu hefur ennfremur komið í veg fyrir að menn geti dælt olíu af Renu sem er 236 metrar á lengd og í eigu grísks skipafélags.

Enginn þingmaður mætti í Fljótin

Engin Alþingismaður sá ástæðu til að þiggja boð um að sitja aðalfund samtakanna Landsbyggðin lifi, sem haldinn var að Ketilási í Fljótum á laugardag.

Vilja viðbragðsáætlun fyrir íbúa

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð leggur til við Umhverfisstofnun að gerð verði viðbragðsáætlun fyrir íbúa í nágrenni Grundartanga. Tilefnið er mengunarslys sem þar varð 21. september síðastliðinn og nágrannar voru ekki látnir vita af strax.

Óróaseggir frá Sögueyjunni

Innrás frá Sögueyjunni skrifaði Altaposten í Noregi vegna drykkjuláta fjögurra Íslendinga í Alta aðfaranótt laugardags.

Flestir reðrarnir komnir í gám

Nú stendur yfir reðraburður í Hlöðufelli á Húsavík en Hið íslenska reðasafn verður flutt frá Húsavík til Reykjavíkur og er áætlað að það verði opnað á nýjum stað á Laugavegi 116 í nóvember.

Skálað í kaffi á 20 ára afmælinu

Tuttugu ár eru liðin síðan íslenska briddslandsliðið sigraði á heimsmeistaramótinu í Yokohama og hlaut hina frægu Bermúdaskál að launum. Ísland hefur ekki tryggt sér þátttökurétt í lokakeppni heimsmeistaramóts í sveitakeppni í bridds aftur fyrr en nú. Keppnin hefst í Veldhoven í Hollandi á laugardag.

Lífeyrissjóðir láni fyrir þyrlum

Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, hefur lagt til að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fé fyrir kaupum á tveimur björgunarþyrlum. Þyrlurnar yrðu síðan leigðar til Landhelgisgæslunnar í tíu ár en þá myndi ríkið eignast þyrlurnar. Guðmundur telur að lífeyrissjóðirnir, Landhelgisgæslan og landsmenn allir myndu njóta góðs af ráðahagnum.

Greiðsla bóta kemur til greina

Formaður úrbótanefndar kirkjuþings segir vel koma til greina að greiða Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur sanngirnisbætur vegna vinnubragða þjóðkirkjunnar í máli hennar, sem hluta af sáttaferli milli hennar og kirkjunnar.

Þjóðskrá lengi að taka við sér

„Þetta er fullkomið tillitsleysi,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona, sem komst nýverið að því að hjónavígsluvottorði hefði ekki verið breytt í samræmi við samræmd hjúskaparlög sem tóku gildi í júní í fyrra.

Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni

Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger.

Sjá næstu 50 fréttir