Fleiri fréttir

Lætur árásum á kristna órefsað

Koptíska kirkjan í Egyptalandi gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir að láta endurteknum árásum á kristna menn lítt eða ekki refsað.

Fékk ofgreiddar húsaleigubætur

Lögregluyfirvöld í Svíþjóð rannsaka nú meint fjársvik Håkans Juholt, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð. Hann hefur í mörg ár fengið fulla greiðslu fyrir búsetu í Stokkhólmi þótt sambýliskona hans hafi búið þar með honum.

Ekkert bólar á Gaddafí ennþá

Byltingarmenn í Líbíu hafa fagnað falli Sirte, fæðingarborgar Múammars Gaddfí, þótt hann sjálfur sé enn ekki fundinn. Bardagar geisuðu áfram í borginni, þótt miðbærinn sé fallinn í hendur byltingarmanna.

Rændi banka og fékk sér pítsu og bjór

Rúmlega fimmtugur karlmaður var handtekinn í Yuma í Arizona í Bandaríkjunum um helgina eftir að hann rændi banka. Maðurinn gekk inn í bankann skömmu eftir hádegi á laugardaginn vopnaður hnífi og heimtaði að fá peninga.

Breyttu nafninu OFC í UFO

Kínverski skyndibitastaðurinn OFC, eða Obama Fried Chicken, hefur skipt um nafn eftir að bandaríska skyndibitakeðjan KFC hótaði að lögsækja staðinn fyrir að stela ímynd fyrirtækisins í viðtali við Washington Post á dögunum.

Vill að biskup víki

Séra Sigfinnur Þorleifsson segir að biskup eigi að víkja en það er RÚV sem greindi frá. Séra Sigfinnur, var í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar 2 fyrr í dag. Þar sagði hann:

Ellý Katrín verður borgarritari

Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra að ráða Ellý Katrínu Guðmundsdóttur, sviðsstýru Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar í stöðu borgarritara.

Fólki sagt upp vegna andlegra veikinda

Dæmi eru um að vinnuveitendur hafi sagt fólki upp störfum þegar það veikist af geðsjúkdómum, segir Björt Ólafsdóttir, formaður Geðhjálpar. Samtökin eru því í þann mund að setja af stað aðgerðaráætlun á vinnustöðum sem miðar að því að athuga og hjálpa fyrirtækjum við að taka á því af stuðningi og ábyrgð þegar upp koma geðræn veikindi starfsmanna. Þannig vill Geðhjálp stuðla að því að fyrirtæki marki sér stefnu í starfsmannamálum og fylgi henni eftir þegar slíkt kemur upp.

Sólarorka að nóttu til

Vísindamenn á vegum Spánar og Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna hafa reist fyrstu sólarorkustöðina sem starfar allan sólarhringinn.

Segjast ekki hafa notað Trójuhest

Innanríkisráðuneyti Þýskalands þvertekur fyrir að forriti hafi verið komið fyrir í tölvum Þjóðverja í þeim tilgangi að njósna um þá. Það voru samtök tölvuhakkara sem segjast hafa fengið forritið í hendurnar og komist að því að það væri skrifað af Þýska ríkinu.

Sjóslys við strendur Flórída

Ein manneskja drukknaði eftir að skúta hvolfdi út fyrir ströndum Flórída í gær. Alls átta manns voru í bátnum og náðu sjö af þeim að halda sér á floti í 20 klukkutíma áður en veiðiskip kom að þeim.

Picasso í ruslagámi

Listaheimurinn tók andköf í maí á síðasta ári þegar bíræfinn þjófur hnuplaði fimm listaverkum af Musée d'Art Moderne í París. Málverk eftir Picasso og Matisse voru á meðal þeirra sem var stolið.

Benedikt settur dómari

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur sett Benedikt Bogason dómstjóra í embætti dómara við Hæstarétt Íslands frá og með 1. nóvember 2011 til og með 31. desember 2014. Umsækjendur auk Benedikts voru Guðjón Ólafur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Ingimundur Einarsson héraðsdómari og Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri. Dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara mat Benedikt hæfastan umsækjenda til að hljóta setningu, segir á vef innanríkisráðuneytisins.

Efnahagsvandi Evrópu til umræðu á G20 fundinum

Í bréfi til æðstu stjórnenda Evrópusambandsins sögðu Jose Manuel Barroso og Herman Van Rompuy, forsetar Framkvæmdarstjórnar og Leiðtogaráðs Evrópusambandsins, að efnahagsvandi Evrópu yrði helsta umræðuefni G20 fundarins nú í nóvember.

Ráðist á kröfugöngu kvenna í Jemen

Talið er að 22 konur hafi slasast í kröfugöngu í Jemen í gær. Þúsundir kvenna komu saman til að fagna því að Tawakkol Karman hafi fengið friðarverðlaun Nóbels á föstudaginn. Hún var ein þriggja kvenna sem fengu verðlaunin fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna.

Dópsali með spítt og gras dæmdur í fangelsi

Karlmaður fæddur árið 1989 var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni rúmlega 82 grömm af marijúana og tæplega 26 grömm af amfetamíni. Maðurinn játaði brott sitt fyrir dómi en hann hefur ekki áður hlotið dóm fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni.

Beit í þumalfingur lögreglumanns

Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa ráðist á lögreglumann á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ í mars á þessu ári. Hann beit lögreglumanninn í þumalfingur með þeim afleiðingum að hann hlaut tveggja sentimetra langan skurð. Maðurinn játaði brott sitt fyrir dómi en hann hefur áður hlotið dóm fyrir brot á hegningarlögum.

Vilja hefja samningaferlið að nýju

Mark Regev, talsmaður Benjamin Netanyahu, segir að Ísrael sé reiðubúið að hefja samningaferlið við Palestínu að nýju. Hann sagði að báðir aðilar verði að vera skapandi í málamiðlunum, annars sé samkomulag ómögulegt. Regev sagði að lokamarkmið samningaferlisins sé að verða að kröfu Palestínumanna um sjálfstætt ríki ásamt því að uppfylla öryggiskröfur Ísrael.

Sigmundur Davíð kominn undir 100 kíló

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er kominn undir 100 kíló og er nú 99,6 kíló. Á Facebook-síðu sinni segist hann hættur að vera póstnúmer.

Bætur greiddar eftir bræðsluslys í Fukushima

Fyrrum íbúar hamfarasvæðanna í Japan flykkjast nú á skrifstofur Tepco, fyrirtækisins sem annaðist viðhald og rekstur kjarnorkuversins í Fukushima. Krafan er einföld, þau vilja fá bætur fyrir hörmungarnar sem fylgdu í kjölfarið á bræðsluslysinu í kjarnorkuverinu.

Erlendir sérfræðingar skoða bilun í símkerfi

Erlendir sérfræðingar eru komnir til landsins vegna alvarlegrar bilunar sem kom upp í gær þegar farsímanotendur Nova og Vodafone gátu hvorki hringt né móttekið símtöl í um tvo og hálfan klukkutíma vegna bilunar í dreifikerfi fyrirtækjanna.

Anna Björns farin úr landi

Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu.

„Hvílík skepna hefur þessi biskup verið“

„Hvílík skepna hefur þessi biskup verið," segir séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi, um Ólaf Skúlason. Tilefnið er viðtalsþáttur við dóttur Ólafs, Guðrúnu Ebbu, sem sýndur var á RÚV í gær.

Sprengiefnið fundið - góðkunningi lögreglu í varðhaldi

Sprengiefnið, sem var stolið úr tveimur rammgerðum gámum í Þormóðsdal ofan við Hafravatn á dögunum, fannst við húsleit í Hafnarfirði og Kópavogi seint í gærkvöld. Í tilkynningu frá lögreglu segir að karl um þrítugt, sem á langan afbrotaferil að baki, hafi verið handtekinn í þágu rannsóknarinnar.

Stal flösku af skosku viskíi

Litháískur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir þjófnað í verslun ÁTVR við Skútuvog í febrúar á síðasta ári. Samkvæmt ákæru stal maðurinn flösku af Scottish Leader vískíi að verðmæti 3.750 krónur. Krafist er að maðurinn verði dæmdur til refsingar. Þá gerir ÁTVR einkaréttarkröfu um að maðurinn verði greiddur til að greiða flöskuna - auk vaxta.

Staða mannréttindamála almennt góð

"Almennt held ég að mér sé óhætt að segja að staða mannréttindamála sé góð á Íslandi," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar hann svaraði fyrir stöðu mannréttindmála á Íslandi hjá vinnuhópi Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag, Hann sagði þó ljóst að hægt væri að gera enn betur og Íslendingar myndu ekki víkja sér undan gagnrýni á stöðu mannréttinda á Íslandi. "Við viljum fá slíka gagnrýni," segir Ögmundur. Hann myndi því bregðast vel við öllum ábendingum.

Samsung frestar Nexus Prime

Samsung hefur frestað sjósetningu nýjasta snjallsíma síns, Nexus Prime. Var þetta gert af virðingu við Steve Jobs.

Kannabisreykingamenn staðnir að verki

Lögreglumenn höfðu afskipti af nokkrum ungum karlmönnum í íbúð á Selfossi árla morguns í gær vegna hávaða. Grunur vaknaði um að þeir væru að reykja hass. Þá var fenginn íkniefnahundur til að leita í búðinni og fann hann þar smávegis af kannabis. Við yfirheyrslu viðurkenndi einn úr hópnum að eiga efnið.

Fellibylurinn Jova nálgast strendur Mexíkó

Fellibylurinn Jova nálgast strendur Mexíkó óðfluga. Samkvæmt veðurathugunum á vegum vísindamanna í Bandaríkjunum er Jova nú þriðja stigs fellibylur og er því fær um að valda stórfelldum skaða.

Örlög Liam Fox ákveðin í dag

Búist er við að niðurstaða liggi fyrir í dag í máli Liam Fox, einum af æðstu mönnum varnarmálaráðuneytis Bretlands. Hann er sakaður um að hafa gefið fyrrum skólafélaga sínum og vini aðgang að gögnum ráðuneytisins.

Fleiri handtökur í kjölfar óeirða á Bretlandi

Yfirvöld í Bretlandi eru enn að rannsaka mál tengd óeirðunum þar í sumar. Lögreglumenn fara í gegnum gríðarlegt gagn myndbandsupptakna í þeirri von að handsama þá sem brutu af sér.

Heppilegra að einn aðili taki ákvörðun um laun þingmanna

Kjararáð telur heppilegra að ákvörðun um laun þingmanna sé tekin af einum aðila, annað hvort þinginu sjálfu eða af óháðum aðila líkt og kjararáði. Þetta kemur fram í umsögn sem kjararáð skrifaði með frumvarpi Marðar Árnasonar og Valgerðar Bjarnadóttur, þingmanna Samfylkingarinnar, sem þau lögðu fram á síðasta þingi. Samkvæmt frumvarpinu var lagt til að sérstökum álagsgreðslum til þingmanna yrði hætt. Frumvarpið varð ekki að lögum.

Ákærður fyrir tvær líkamsárásir á Gamlárskvöld

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært karlmann um tvítugt fyrir tvær líkamsárásir um áramótin síðustu. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa rúmlega hálft gramm af marijúana í fórum sínum í maí á þessu ári.

Snjóþekja víða um land

Snjóþekja og hálka eru víða á Vestfjörðum, á norðurlandi og norðausturlandi. Spáð er vaxandi norðanátt með snjókomu um landið norðanvert í kvöld, en bjartara syðra.

Uppreisnarmenn með undirtökin í Sirte

Nú virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær bærinn Sirte í Líbíu fellur í hendur uppreisnarmanna sem nú fara með völdin í Líbíu. Sirte er fæðingarbær Múammars Gaddafís fyrrverandi einræðisherra landsins og þangað höfðu hörðustu stuðningsmenn hans hörfað þegar leiðtoginn missti tökin í landinu.

Óttast mengunarslys á Nýja Sjálandi

Olía úr flutningaskipinu Rena hefur nú náð landi á austuströnd Nýja Sjálands en skipið strandaði fyrir fimm dögum undan ströndinni. Yfirvöld hafa beðið fólk um að halda sig fjarri ströndinni en tilraunum til að dæla þeirri olíu sem eftir er á tönkum skipsins hefur verið hætt sökum versnandi veðurs.

Tusk sigraði í Póllandi

Forsætisráðherra Póllands Donald Tusk og flokkur hans fóru með sigur af hólmi í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkur Tusks rúmum tíu prósentum meira en flokkur Jaroslaws Kaczynskis, sem leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn.

Tugir féllu í átökum í Kaíró

Mikil átök brutust út í Kairó höfuðborg Egyptalands og felldu öryggissveitir ríkisstjórnarinnar 24 mótmælendur, sem flestir tilheyra Koptísku kirkjunni, hinni fornu þjóðkirkju Egypta.

Brotist inn í Kópavogi og í Keflavík

Brotist var inn í fyrirtæki í Kópavogi og verslun í Keflavík í nótt , en þjófarnir komust undan í báðum tilvikum. Ekki liggur fyrir hvort þeir höfðu einhver verðmæti á brott með sér en málin eru í rannsókn.

Sjá næstu 50 fréttir