Erlent

Útborgun Grikklands talin líkleg

Ekki var talið líklegt að Grikkland myndi ná markmiðum sínum fyrir 2011.
Ekki var talið líklegt að Grikkland myndi ná markmiðum sínum fyrir 2011. mynd/AFP
Alþjóðlegir fjármálaeftirlitsmenn segjast hafa náð samkomulagi við Grikkland varðandi aðgerðir til að koma efnahagi landsins á réttan kjöl.

Evrópusambandið, Seðlabanki Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segja að Grikkland muni fá 8 milljarða evra í björgunarfé. Þetta var ákveðið þegar það var orðið ljóst að Grikkland myndi ekki ná efnahagslegum markmiðum sínum fyrir næsta ár.

Alls munu 5.8 milljarðar evra koma frá þjóðum Evrópusambandsins og mun Alþjóðagjaldseyrissjóðurinn tryggja 2.2 milljarða evra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×