Erlent

Sorg í Kaíró

Frá jarðarförunum í gær.
Frá jarðarförunum í gær. mynd/AFP
Mikill fjöldi fólks kom saman í Kaíró stuttu fyrir miðnætti í gær til að votta þeim sem féllu í mótmælunum á sunnudaginn virðingu. Talið er að 20.000 manns haf komið saman við kirkju kristna Egypta. Kristnir Egyptar telja herinn bera ábyrgð á ofbeldinu sem er hið versta síðan byltingin hófst fyrir átta mánuðum.

Þegar 17 af þeim sem létust í mótmælunum voru borin til grafar söng mannfjöldinn að herstjórnin ætti að fara frá völdum.

Eftir mótmælin á sunnudaginn lágu 26 manns í valnum og um 500 höfðu slasast. Mótmælendur gengu í átt að ríkisrekinni sjónvarpsstöð og höfðu í hyggju að hefja mótmælasetu við bygginguna. Vitni segja að starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar hafi kallað á herinn til að flytja mótmælendurna í burtu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×