Innlent

Dínamítmaður kærir úrskurð héraðsdóms

Maðurinn sem sem stal sprengiefni úr tveimur rammgerðum gámum í síðustu viku hefur kært til Hæstaréttar úrskurð héraðsdóms um að hann skuli hefja afplánun þegar í stað. Maðurinn var á reynslulausn og átti eftir að afplána 300 daga.  Eftir yfirheyrslu í gær var hann færður í Héraðsdóm Reykjavíkur sem úrskurðaði að maðurinn skildi hefja afplánun þegar í stað að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×