Innlent

Lögreglan leitar skemmdarvarga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan leitar nú að hið minnsta tveimur aðilum sem eru grunaðir um að hafa stungið á hjólbarða á annan tug bifreiða á Seltjarnarnesi aðfaranótt síðasta laugardags. Þetta gerðist á Skólabraut, Vesturströnd, Bollagarðar, Sólbraut, Barðarströnd, Látraströnd og Suðurmýri. Lögreglan leitar vitna sem hugsanlega gætu hafa séð til þeirra sem voru að verki og biðlar til þeirra sem kunna að búa yfir einhverjum upplýsingum um málið að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×