Erlent

Júlía Tymoshenko misbeitti valdi sínu

Mynd/AP
Dómari í Úkraínu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Julía Tymoshenko fyrrverandi forsætisráðherra landsins hafi misbeitt valdi sínu þegar hún skrifaði undir gas samning við Rússa árið 2009.

Enn er verið að lesa upp dómsniðurstöðuna og gæti það tekið nokkra klukkutíma að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. Því er óljóst hvort Tymoshenko verði fundin sek og dæmd í sjö ára fangelsi.

Hún hefur staðfastlega neitað sök og segir um nornaveiðar af hálfu keppinautar síns, Viktors Yanukovich forseta að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×