Þrekvirki unnið á tíu dögum Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. október 2011 10:33 Tuttugu og fimm ár eru liðin í dag frá því að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, komu saman til leiðtogafundar í Höfða í Reykjavík. Fundurinn hefur oft verið talinn marka upphaf endaloka Kalda stríðsins. Óhætt er að segja að augu alheimsins hafi beinst að Íslandi á meðan á fundinum stóð, en sjálfsagt hefur enginn íslenskur maður verið erlendum fjölmiðlum mikilvægari en Jón Hákon Magnússon. Hann sá um að skipuleggja alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöðina, sem starfaði á meðan að á fundinum stóð.Hvorki tölvur né farsímar „Það sem er eftirminnilegast er það að við höfðum ekki nema tíu daga til að undirbúa heimsókn á annað þúsund frétta- og tæknimanna frá helstu miðlum heimsins," segir Jón Hákon, þegar hann er beðinn um að rifja upp fundinn. „Við lögðum undir okkur nánast allt Hagatorg. Við tókum Hagaskóla, Melaskóla og Neskirkju, en við gátum nú ekki tekið Háskólabíó," segir Jón Hákon. Hann segir að Rússarnir hafi verið með Háskólabíó á leigu og þar hafi Gorbatsjov haldið eftirminnilegan blaðamannafund sinn eftir leiðtogafundinn. Jón Hákon segir ótrúlegt að það hafi tekist að skipuleggja fundinn á tíu dögum og bendir á að þetta hafi gerst fyrir daga tölvunnar og farsímans. Það sé einstakt þrekvirki að tekist hafi að útvega öllum fjölmiðlamönnum símalínur. „Þegar fundurinn byrjaði þá var eftir ein laus lína hjá Pósti og Síma," segir Jón Hákon. Með sameiginlegu átaki allra hafi þetta tekist. „Við íslendingar erum bændur og sjómenn og erum tarnafólk. Ég hugsa að stærri þjóðir eins og Sviss hefðu ekki getað þetta á tíu dögum. Við gátum þetta á tíu dögum en við hefðum sennilega klúðrað þessu á þremur mánuðum," segir Jón Hákon. Jón Hákon segir að vegna fundarins hafi Ísland endanlega komist á heimskortið 1986 og sé búið að vera þar síðan. „Það fór náttúrlega svolítið á kortið líka í einvígi Fischers og Spasskýs en þarna fór það endanlega á heimskortið," segir Jón Hákon.Ísland gæti haldið miklu fleiri fundi Jón Hákon segir að Íslendingar gætu verið miklu duglegri við að kynna landið sem fundarstað fyrir deiluaðila. „Ísland er alveg kjörið fyrir það. Við erum herlaus þjóð og það er synd að við skulum ekki hafa nýtt okkur það. „Við erum miklu betur til þess fallin að gera þetta heldur en einhver lönd í Evrópu eða einhversstaðar annarsstaðar sem eru herveldi og eru þátttakendur í einhverjum deilum. Við erum friðsæl þjóð og þar af leiðandi er þetta kjörinn staður," segir Jón Hákon. Sé smellt á „Horfa á myndskeið með frétt" má sjá frétt sem Stöð 2 gerði um leiðtogafundinn fyrir 25 árum. Sú frétt var jafnframt fyrsta fréttin sem Stöð 2 sendi í loftið. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Tuttugu og fimm ár eru liðin í dag frá því að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, komu saman til leiðtogafundar í Höfða í Reykjavík. Fundurinn hefur oft verið talinn marka upphaf endaloka Kalda stríðsins. Óhætt er að segja að augu alheimsins hafi beinst að Íslandi á meðan á fundinum stóð, en sjálfsagt hefur enginn íslenskur maður verið erlendum fjölmiðlum mikilvægari en Jón Hákon Magnússon. Hann sá um að skipuleggja alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöðina, sem starfaði á meðan að á fundinum stóð.Hvorki tölvur né farsímar „Það sem er eftirminnilegast er það að við höfðum ekki nema tíu daga til að undirbúa heimsókn á annað þúsund frétta- og tæknimanna frá helstu miðlum heimsins," segir Jón Hákon, þegar hann er beðinn um að rifja upp fundinn. „Við lögðum undir okkur nánast allt Hagatorg. Við tókum Hagaskóla, Melaskóla og Neskirkju, en við gátum nú ekki tekið Háskólabíó," segir Jón Hákon. Hann segir að Rússarnir hafi verið með Háskólabíó á leigu og þar hafi Gorbatsjov haldið eftirminnilegan blaðamannafund sinn eftir leiðtogafundinn. Jón Hákon segir ótrúlegt að það hafi tekist að skipuleggja fundinn á tíu dögum og bendir á að þetta hafi gerst fyrir daga tölvunnar og farsímans. Það sé einstakt þrekvirki að tekist hafi að útvega öllum fjölmiðlamönnum símalínur. „Þegar fundurinn byrjaði þá var eftir ein laus lína hjá Pósti og Síma," segir Jón Hákon. Með sameiginlegu átaki allra hafi þetta tekist. „Við íslendingar erum bændur og sjómenn og erum tarnafólk. Ég hugsa að stærri þjóðir eins og Sviss hefðu ekki getað þetta á tíu dögum. Við gátum þetta á tíu dögum en við hefðum sennilega klúðrað þessu á þremur mánuðum," segir Jón Hákon. Jón Hákon segir að vegna fundarins hafi Ísland endanlega komist á heimskortið 1986 og sé búið að vera þar síðan. „Það fór náttúrlega svolítið á kortið líka í einvígi Fischers og Spasskýs en þarna fór það endanlega á heimskortið," segir Jón Hákon.Ísland gæti haldið miklu fleiri fundi Jón Hákon segir að Íslendingar gætu verið miklu duglegri við að kynna landið sem fundarstað fyrir deiluaðila. „Ísland er alveg kjörið fyrir það. Við erum herlaus þjóð og það er synd að við skulum ekki hafa nýtt okkur það. „Við erum miklu betur til þess fallin að gera þetta heldur en einhver lönd í Evrópu eða einhversstaðar annarsstaðar sem eru herveldi og eru þátttakendur í einhverjum deilum. Við erum friðsæl þjóð og þar af leiðandi er þetta kjörinn staður," segir Jón Hákon. Sé smellt á „Horfa á myndskeið með frétt" má sjá frétt sem Stöð 2 gerði um leiðtogafundinn fyrir 25 árum. Sú frétt var jafnframt fyrsta fréttin sem Stöð 2 sendi í loftið.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira