Þrekvirki unnið á tíu dögum Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. október 2011 10:33 Tuttugu og fimm ár eru liðin í dag frá því að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, komu saman til leiðtogafundar í Höfða í Reykjavík. Fundurinn hefur oft verið talinn marka upphaf endaloka Kalda stríðsins. Óhætt er að segja að augu alheimsins hafi beinst að Íslandi á meðan á fundinum stóð, en sjálfsagt hefur enginn íslenskur maður verið erlendum fjölmiðlum mikilvægari en Jón Hákon Magnússon. Hann sá um að skipuleggja alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöðina, sem starfaði á meðan að á fundinum stóð.Hvorki tölvur né farsímar „Það sem er eftirminnilegast er það að við höfðum ekki nema tíu daga til að undirbúa heimsókn á annað þúsund frétta- og tæknimanna frá helstu miðlum heimsins," segir Jón Hákon, þegar hann er beðinn um að rifja upp fundinn. „Við lögðum undir okkur nánast allt Hagatorg. Við tókum Hagaskóla, Melaskóla og Neskirkju, en við gátum nú ekki tekið Háskólabíó," segir Jón Hákon. Hann segir að Rússarnir hafi verið með Háskólabíó á leigu og þar hafi Gorbatsjov haldið eftirminnilegan blaðamannafund sinn eftir leiðtogafundinn. Jón Hákon segir ótrúlegt að það hafi tekist að skipuleggja fundinn á tíu dögum og bendir á að þetta hafi gerst fyrir daga tölvunnar og farsímans. Það sé einstakt þrekvirki að tekist hafi að útvega öllum fjölmiðlamönnum símalínur. „Þegar fundurinn byrjaði þá var eftir ein laus lína hjá Pósti og Síma," segir Jón Hákon. Með sameiginlegu átaki allra hafi þetta tekist. „Við íslendingar erum bændur og sjómenn og erum tarnafólk. Ég hugsa að stærri þjóðir eins og Sviss hefðu ekki getað þetta á tíu dögum. Við gátum þetta á tíu dögum en við hefðum sennilega klúðrað þessu á þremur mánuðum," segir Jón Hákon. Jón Hákon segir að vegna fundarins hafi Ísland endanlega komist á heimskortið 1986 og sé búið að vera þar síðan. „Það fór náttúrlega svolítið á kortið líka í einvígi Fischers og Spasskýs en þarna fór það endanlega á heimskortið," segir Jón Hákon.Ísland gæti haldið miklu fleiri fundi Jón Hákon segir að Íslendingar gætu verið miklu duglegri við að kynna landið sem fundarstað fyrir deiluaðila. „Ísland er alveg kjörið fyrir það. Við erum herlaus þjóð og það er synd að við skulum ekki hafa nýtt okkur það. „Við erum miklu betur til þess fallin að gera þetta heldur en einhver lönd í Evrópu eða einhversstaðar annarsstaðar sem eru herveldi og eru þátttakendur í einhverjum deilum. Við erum friðsæl þjóð og þar af leiðandi er þetta kjörinn staður," segir Jón Hákon. Sé smellt á „Horfa á myndskeið með frétt" má sjá frétt sem Stöð 2 gerði um leiðtogafundinn fyrir 25 árum. Sú frétt var jafnframt fyrsta fréttin sem Stöð 2 sendi í loftið. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Tuttugu og fimm ár eru liðin í dag frá því að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, komu saman til leiðtogafundar í Höfða í Reykjavík. Fundurinn hefur oft verið talinn marka upphaf endaloka Kalda stríðsins. Óhætt er að segja að augu alheimsins hafi beinst að Íslandi á meðan á fundinum stóð, en sjálfsagt hefur enginn íslenskur maður verið erlendum fjölmiðlum mikilvægari en Jón Hákon Magnússon. Hann sá um að skipuleggja alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöðina, sem starfaði á meðan að á fundinum stóð.Hvorki tölvur né farsímar „Það sem er eftirminnilegast er það að við höfðum ekki nema tíu daga til að undirbúa heimsókn á annað þúsund frétta- og tæknimanna frá helstu miðlum heimsins," segir Jón Hákon, þegar hann er beðinn um að rifja upp fundinn. „Við lögðum undir okkur nánast allt Hagatorg. Við tókum Hagaskóla, Melaskóla og Neskirkju, en við gátum nú ekki tekið Háskólabíó," segir Jón Hákon. Hann segir að Rússarnir hafi verið með Háskólabíó á leigu og þar hafi Gorbatsjov haldið eftirminnilegan blaðamannafund sinn eftir leiðtogafundinn. Jón Hákon segir ótrúlegt að það hafi tekist að skipuleggja fundinn á tíu dögum og bendir á að þetta hafi gerst fyrir daga tölvunnar og farsímans. Það sé einstakt þrekvirki að tekist hafi að útvega öllum fjölmiðlamönnum símalínur. „Þegar fundurinn byrjaði þá var eftir ein laus lína hjá Pósti og Síma," segir Jón Hákon. Með sameiginlegu átaki allra hafi þetta tekist. „Við íslendingar erum bændur og sjómenn og erum tarnafólk. Ég hugsa að stærri þjóðir eins og Sviss hefðu ekki getað þetta á tíu dögum. Við gátum þetta á tíu dögum en við hefðum sennilega klúðrað þessu á þremur mánuðum," segir Jón Hákon. Jón Hákon segir að vegna fundarins hafi Ísland endanlega komist á heimskortið 1986 og sé búið að vera þar síðan. „Það fór náttúrlega svolítið á kortið líka í einvígi Fischers og Spasskýs en þarna fór það endanlega á heimskortið," segir Jón Hákon.Ísland gæti haldið miklu fleiri fundi Jón Hákon segir að Íslendingar gætu verið miklu duglegri við að kynna landið sem fundarstað fyrir deiluaðila. „Ísland er alveg kjörið fyrir það. Við erum herlaus þjóð og það er synd að við skulum ekki hafa nýtt okkur það. „Við erum miklu betur til þess fallin að gera þetta heldur en einhver lönd í Evrópu eða einhversstaðar annarsstaðar sem eru herveldi og eru þátttakendur í einhverjum deilum. Við erum friðsæl þjóð og þar af leiðandi er þetta kjörinn staður," segir Jón Hákon. Sé smellt á „Horfa á myndskeið með frétt" má sjá frétt sem Stöð 2 gerði um leiðtogafundinn fyrir 25 árum. Sú frétt var jafnframt fyrsta fréttin sem Stöð 2 sendi í loftið.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira