Erlent

Kosið í Líberíu

Stuðningsmenn Ellen Johnson Sirleaf.
Stuðningsmenn Ellen Johnson Sirleaf. mynd/AFP
Kjörstaðar opnuðu í Líberíu í dag. Þetta er í annað sinn sem kosið er í Líberíu síðan borgarstyrjöldinni lauk árið 2003.

Sitjandi forseti, Ellen Johnson Sirleaf, berst við 15 mótframbjóðendur um embættið. Í síðustu viku hlaut Sirleaf friðarverðlaun Nóbels. Hún er fyrsta konan sem setið hefur í embætti forseta í Afríkuþjóð.

Sirleaf var kosin árið 2005. Hún hefur fengið mikið lof fyrir að hafa haldið friði í landinu, ásamt því að hafa minnkað skuldir ríkisins mikið.

En sérfræðingar telja Sirleaf eiga erfiðar kosningar í vændum. Þrátt fyrir að Líbería hafi fengið miklar fjárhæðir í hjálparfé eru enn fjórar milljónir manna sem búa við fátækt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×