Erlent

Ratko Mladic með lungnabólgu

Málið gegn Mladic þykir afar flókið og tímafrekt. Sækjendur vilja hluta málið niður svo að hægt verði að kveða upp dóm sem fyrst.
Málið gegn Mladic þykir afar flókið og tímafrekt. Sækjendur vilja hluta málið niður svo að hægt verði að kveða upp dóm sem fyrst. mynd/AFP
Fyrrverandi foringi Bosníu-Serba, Ratko Mladic, hefur verið lagður inn á spítala. Talið er að hann þjáist af lungnabólgu. Réttarhöld yfir Mladic fara fram í Haag í Hollandi.

Mladic er sakaður um að hafa framið þjóðarmorð á meðan Bosníustríðið stóð yfir. Talið er að Mladic hafi skipulagt morð á 8.000 múslimum í Srebrenica árið 1995, ásamt því að hafa stjórnað umsátri um Sarajevo þar sem 10.000 manns létu lífið.

Mladic forðaðist handtöku í 16 ár en var handsamaður í Serbíu í maí á þessu ári.

Sækjendur í málinu gegn Mladic vilja nú skipta málinu gegn honum í tvennt svo að mögulegt sé að flýta fyrir dómsuppkvaðningu. Eflaust eru þeir minnugir réttarhaldanna yfir Slobodan Milosevic, fyrrum leiðtoga Serbíu, en réttarhöldin gegn honum tóku fjögur ár. Milosevic lést áður en dómur var kveðinn upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×