Innlent

Vilja viðbragðsáætlun fyrir íbúa

Mynd/GVA
Umhverfisvaktin við Hvalfjörð leggur til við Umhverfisstofnun að gerð verði viðbragðsáætlun fyrir íbúa í nágrenni Grundartanga. Tilefnið er mengunarslys sem þar varð 21. september síðastliðinn og nágrannar voru ekki látnir vita af strax.

Rifjað er upp annað mengunarslys í álverinu fyrir nokkrum árum, en þá liðu mánuðir þartil upplýst var um málið. Umhverfisvaktin telur brýnt að nágrannar iðjuveranna geti strax brugðist við ef eitthvað óvænt ber að höndum, sem stefnt getur heilsu manna og dýra í voða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×