Innlent

Þingmaður vill rannsókn - segir líf Önnu í hættu

Dan Burton er á innfelldu myndinni.
Dan Burton er á innfelldu myndinni.

Bandarískur þingmaður krefst þess að rannsókn fari fram á því hvernig stóð á því að nafn Önnu Björnsdóttur sem sagði til glæpaforingjans James "Whitey" Bulgers var gert opinbert. Hann segir líf hennar augljóslega í hættu.

Alríkislögreglan bandaríska hefur neitað að tjá sig nokkuð um það hvort þeir hafi gefið leyfi fyrir því nafn Önnu yrði gert opinbert en greint var frá nafni hennar í blaðinu Boston Globe í vikunni. Dan Burton, þingmaður Repúblikana og nefndarmaður í eftirlitsnefnd með opinberum stofnunum krefst þess í samtali við Boston Herald í dag að sá alríkislögreglumaður sem beri ábyrgð lekanum verði látinn taka pokann sinn sem fyrst.

Burton segist hafa mikla samúð með Önnu sem þurfi nú að hafa varan á sér um ókomna tíð. Hann segist viss um að Bulger, sem sakaður er um nítján morð, eigi enn vini í undirheimunum og hann staðhæfir að Anna sé í hættu. Annar þingmaður, Stephen Lynch, sem er frá Boston eins og glæpaforinginn, tekur í svipaðan streng og krefst þess að rannsakað verði hvernig nafn hennar lak út. Hann bendir á hið slæma fordæmi sem geti skapast og að hér eftir verði mun erfiðara að fá fólk til þess að segja til glæpamanna þar sem óvíst sé hvort það verði undir nafnleynd.

Þótt alríkislögreglan hafi ekkert viljað tjá sig um málið segir talsmaður Carmenar Ortiz, saksóknarans sem fer með mál Bulgers, að bæði saksóknaraembættið og alríkislögreglan hafi tekið skýrt fram frá upphafi málsins að þeir vildu að nafn uppljóstrarans yrði ekki gefið út.

Þetta stangast nokkuð á við orð Shelley Murphy, blaðakonu Boston Globe. Hún sagðist í samtali við fréttastofu í gær hafa haft samband við við alríkislögregluna og saksóknarann og fengið þær upplýsingar að ekki væri talið að Anna væri í hættu. Því hafi blaðið ákveðið að birta nafn hennar.


Tengdar fréttir

Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni

Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger.

Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld

Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James "Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar.

Fullyrða að upplýsingar um glæpaforingja hafi komið frá Íslandi

Það var kona, búsett á Íslandi, sem veitti Alríkislögreglunni í Bandaríkjunum, FBI, upplýsingar sem leiddu til þess að James “Whitey” Bulger var handtekinn á miðvikudag. Þetta fullyrðir fréttastofa í Boston í Bandaríkjunum. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni.

„Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum.

Fríða kom upp um „dýrið“

"Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur.

Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns

Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn.

Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar

Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston.

Anna Björns farin úr landi

Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×