Erlent

Neðansjávareldgos við Kanaríeyjar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eldgosið varð við eyjuna El Hierro.
Eldgosið varð við eyjuna El Hierro. Mynd/ AFP.
Neðansjávareldgos hófst við eyjuna El Hierro, sem tilheyrir Kanaríeyjaklasanum, í gær. Á vefnum Canaries News segir að vísbendingar séu um að eldgosið sé á 2000 metra dýpi á Las Calmas svæðinu. UM 9600 jarðskjálftar hafa verið á El Hierro síðan um miðjan júlí. Sá sterkasti varð á laugardaginn, en hann mældist 4,3 á Richterskvarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×