Erlent

Slóvakar greiða atkvæði um stækkun neyðarsjóðsins

Mynd/AP
Slóvakíska þingið mun síðar í dag greiða atkvæði um hvort rétt sé að stækka neyðarsjóð evrusvæðisins en Slóvakía er síðasta ríkið sem á eftir að útkljá málið af þeim sautján sem aðild eiga að evrusvæðinu.

Maltverjar samþykktu tillöguna í gærkvöldi en í Slóvakíu er afar tvísýnt um útkomuna þar sem flokkarnir sem mynda meirihluta á þinginu eru ósammála að því er Iveta Radicova forsætisráðherra staðfesti í gær.

Hún segir að umræðum verði haldið áfram í dag en að svo gæti farið að hún þurfi að reiða sig á stuðning stjórnarandstöðunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×