Erlent

Kappræður í Bandaríkjunum í dag

Perry kom eins og stormsveipur inn í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Framistaða hans í kappræðum hefur hins vegar ekki verið góð.
Perry kom eins og stormsveipur inn í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Framistaða hans í kappræðum hefur hins vegar ekki verið góð. mynd/AFP
Repúblikaninn og fylkisstjóri Texas, Rick Perry, vonast til að endurheimta efsta sæti skoðanakannana eftir kappræðurnar í New Hampshire í dag.

Átta Repúblikanar vonast til að fá útnefningu flokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum á næsta ári. Perry kom seint inn í kosningabaráttuna og þótti vænlegur kandídat. Frammistaða hans í kappræðum hingað til hefur þó verið slæm og er Mitt Romney, fyrrum fylkisstjóri Massachusetts, aftur kominn í efsta sæti skoðanakannana.

Framistaða Romneys í kappræðum hingað til hefur verið lofuð en hann hart hefur verið sótt að honum fyrir að styðja lagafrumvarp Barack Obama um heilbrigðismál.

Töluverð eftirvænting er fyrir kappræðurnar í dag og beinist kastljósið ekki síst að Herman Cain en skriðþungi hefur komist á kosningabaráttu hans síðustu vikur. Cain hefur lítinn bakgrunn í stjórnmálum en hann var stjórnandi vinsællar keðju veitingastaða í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×