Erlent

Unnu átján milljarða í lottó

Nöfn hjóna frá Cambridge skíri í Bretlandi verða gerð opinber síðar í dag en á föstudaginn var duttu þau í lukkupottinn og unnu 101 milljón punda í Euromillions lottóinu, eða rúma átján milljarða íslenskra króna. Þau voru ein með allar tölur réttar og teljast nú á meðal ríkustu Englendinga. Til dæmis eru þau einni milljón punda ríkari en poppstjarnan David Bowie. Um er að ræða þriðja stærsta lottóvinning sögunnar í Bretlandi en sá stærsti, 160 milljónir punda féll í skaut skoskra hjóna fyrr á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×