Erlent

Tímóshenkó dæmd í sjö ára fangelsi

Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar
Tímóshenkó hlaut sjö ára dóm.
Tímóshenkó hlaut sjö ára dóm. Mynd/ AFP.
Júlía Tímóshenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, hefur verið dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misbeitt valdi sínu á meðan hún gegndi embætti árið 2009.

Dómari í Úkraínu dæmdi Júlíu Tímósjenkó í sjö ára fangelsi í morgun fyrir að hafa misbeitt valdi sínu þegar hún skrifaði undir samning við kaup gasi frá Rússlandi árið 2009. Rússar hafna því að óheiðarlega hafi verið staðið að samningnum.

Málið hefur hlotið heimsathygli en fjöldi vestrænna ríkja hefur fordæmt réttarhöldin og segja þau runnin af pólitískum rótum.

Tímósjenkó hefur staðfastlega neitað sök og segir um að ræða nornaveiðar af hálfu keppinautar síns, Viktors Yanukovich forseta landsins. Þá hefur hún gefið út að hún ætli með málið fyrir mannréttindadómstól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×