Fleiri fréttir Lesendur vilja eldri borgara sem hverfur og spillingasögu Svíinn Jonas Jonasson trónir á toppi metsölulista Eymundsson með bókinni Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Sú bók hefur slegið í gegn hjá lesendum bæði á Íslandi sem og í Svíþjóð. Bókin er sú fyrsta sem höfundurinn gefur út. 5.10.2011 10:38 Stúdentaráð undrandi á niðurskurði Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir undrun og skilningsleysi á því að enn og aftur skeri yfirvöld niður fjárframlög til Háskóla Íslands. Í ályktun ráðsins um nýkynnt fjárlög segir að þrátt fyrir fullan skilning á því að fjármagn ríkissjóðs sé af skornum skammti þá velti ráðið fyrir sér hvers konar samfélag yfirvöld vilji byggja hér upp. 5.10.2011 10:36 Heildarfjöldi þjóðarinnar sótti Hörpuna síðustu fimm mánuði Nú þegar 5 mánuðir eru liðnir frá opnun Hörpu hafa rúmlega 350.000 manns sótt Hörpu heim sem er ríflega heildarfjöldi þjóðarinnar. 5.10.2011 09:59 Mótmæla fargjaldahækkun hjá Herjólfi Bæjarráð Vestmannaeyja leggst alfarið gegn fyrirhugaðri 15 prósenta hækkun á gjaldskrá Herjólfs. Bæjarráð minnir vegagerðina á að ekki sé tekið gjald fyrir að aka um nein jarðgöng hér á landi nema Hvalfjarðargöngin, þar sem það kosti þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu á fólksbíl að fara þar um. 5.10.2011 09:53 Dæmdur fyrir að stela vél og gírkassa úr bifreið Lýsingar Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í gær fyrir að hafa fjarlægt aflvél og gírkassa úr bifreiðinni sem Lýsing hf., var skráður eigandi að, en sá dæmdi hafði til umráða. 5.10.2011 09:37 Forsetinn heimsækir skóla á Akureyri Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsækja skóla á Akureyri í tilefni þess að í dag er haldinn Forvarnardagur í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. 5.10.2011 09:22 Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5.10.2011 09:00 Tæknifrjóvganir ekki lengur niðurgreiddar Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og læknastofunnar ART Medica um niðurgreiðslur á tæknifrjóvgunaraðgerðum rann út um síðustu mánaðamót. Kostnaður þeirra sem hefja meðferð nú er því mun meiri en þeirra sem hófu meðferð í september. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, segir að ljóst hafi verið í byrjun september að of mikið bæri í milli til að nýr samningur yrði gerður. 5.10.2011 08:45 Ein fórst í þyrluslysinu í New York Ein kona fórst og tveir aðrir eru alvarlega slasaðir eftir að þyrla hrapaði í Austurá sem rennur í gegnum New York borg í Bandaríkjunum. Vitni hafa lýst því hvernig þyrlan, sem er í einkaeigu og af geðinni Bell 206, snérist stjórnlaust stuttu eftir flugtak og hrapaði síðan í ánna. Talið er að þyrlan hafi verið á hvolfi þegar hún skall á vatnsfletinum. Óljóst er enn hvað olli slysinu en um borð voru fjórir farþegar auk flugmanns. 5.10.2011 08:01 Herinn handtók lögreglumenn í Mexíkó Mexíkanski herinn hefur handtekið átján lögreglumenn í Veracruz héraði sem grunaðir eru um að hafa unnið með eiturlyfjahringnum sem kallar sig Zeturnar. Mennirnir voru handteknir í viðamikilli aðgerð og á sama stað voru níu strokufangar handsamaðir sem flúið höfðu fangelsi í nágrenninu á dögunum. Yfirvöld segja að á einum hinna handteknu hafi fundist listi yfir alla þá lögreglumenn sem væru á launum hjá klíkunni. Mexíkönsk stjórnvöld hafa í auknum mæli gripið til þess ráðs að liðsmenn hersins og flotans til þess að berjast við klíkurnar sem öllu ráða í landinu. 5.10.2011 08:00 Boltadómurinn gæti haft áhrif á Íslandi Knattspyrnuáhugafólki á að vera frjálst að skipta við útsendingaraðila utan heimalands síns til að sjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Evrópudómstóllinn úrskurðaði í gær að hömlur á slíku gengju í berhögg við lög Evrópusambandsins um óheft flæði á sölu vöru og þjónustu. 5.10.2011 08:00 Allsherjarverkfall í Grikklandi Sólarhringsverkfall hófst í morgun í Grikklandi þar sem landsmenn mótmæla kröftuglega niðurskurðartillögum ríkisstjórnarinnar. Skólum hefur verið lokað sem og spítölum og lamast almenningssamgöngur að mestu leyti. 5.10.2011 07:58 Innlendar níðingssíður sýna íslenskar stúlkur Samtökunum Barnaheill – Save the Children á Íslandi bárust á síðasta ári ábendingar um íslenskar vefsíður sem vistaðar eru erlendis og hver sem er getur sett inn efni á. Þar var meðal annars að finna kynferðislegt efni, texta og myndir af íslenskum stúlkum undir lögaldri. 5.10.2011 07:30 Óánægja með Gnarr í Capacent-könnun Liðlega helmingur borgarbúa er ósáttur við störf Jóns Gnarr borgarstjóra, en tæplega fjórðungur er ánægður með hann, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups, sem RUV greinir frá. 5.10.2011 07:15 Kínverjar og Rússar beittu neitunarvaldinu Kínverjar og Rússar beittu í nótt neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og komu í veg fyrir að ályktun þar sem framkoma stjórnvalda í Sýrlandi gagnvart þegnum sínum er gagnrýnd. 5.10.2011 07:12 Hagsmunasamtökin ætla ekki að vera með í sérfræðingahópnum Hagsmunasamtök heimilanna ætla ekki að taka þátt í hópi fulltrúa úr stjórnkerfinu og fjármálageiranum, sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra boðaði í gær að yrði endurvakinn með aðild Hagsmunasamtaka heimilanna. 5.10.2011 07:07 Snörp hrina í Kötlu Snörp jarðskjálftahrina hófst laust fyrir klukkan þrjú í nótt í norðanverðri Kötluöskjunni. Benedikt Ófeigsson jarðvísindamaður var kallaður á vakt á Veðurstofuna og segir hann að fyrsti skjálftinn hafi verið vel yfir þjú stig á Richter og nokkrir í kringum þrjú hafi fylgt í kjölfarið. 5.10.2011 07:04 Hvít jörð á Akureyri Al hvít jörð var á Akureyri í mogunsárið, en hiti var þar við frostmark og við búið að snjórinn hverfi þegar líður á morguninn. Þar fór að snjóa í nótt og snjóaði enn um sex leitið í morgun. Viðbúið er að hálka sé á Öxnadalsheiði og Víkurskarði. 5.10.2011 07:02 Kaprifol enn við bryggju á Þórshöfn Flutningaskipið Kaprifol, sem strandaði í höfninni á Þórshöfn á Langanesi í gærmorgun, er enn við bryggju á þórshöfn, en stór vörubíll náði að draga skipið af strandstað fyrir hádegi í gær. Ekki liggur fyrir hvort skemmdir urðu á botni skipsins eða skrúfubúnaði, en önnur dráttartaugin slitnaði og fór í skrúfu skipsins þegar verið var að draga það af strandstað. Ef allt fer að óskum á skipið að lesta lýsisfarm til útflutnings. 5.10.2011 07:01 Andmæla sköttum og kvótamáli Skilanefnd gamla Landsbankans hefur fyrir hönd kröfuhafa sem eiga 19 prósent í nýja Landsbankanum sett fram formleg andmæli við ýmsum ákvörðunum og áformum íslenskra stjórnvalda sem kröfuhafarnir telja að geti rýrt virði eignasafns bankans. Þar á meðal eru kvótafrumvörp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggst skilanefnd gamla Landsbankans jafnframt andmæla formlega áformum í fjárlagafrumvarpinu um nýjan skatt á launagjöld fjármálafyrirtækja. 5.10.2011 07:00 Sértækar aðgerðir en ekki almennar Ekki er gert ráð fyrir viðamiklum breytingum á skattkerfinu á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Krónutöluhækkun á ýmis gjöld, nýr skattur á fjármálafyrirtæki og hækkun veiðileyfagjalds á að skapa nýjar tekjur. Gert er ráð fyrir umtalsverðri neysluaukningu sem skili fé í ríkissjóð. 5.10.2011 06:00 Tollurinn tók átta þúsund töflur Í alþjóðlegri aðgerð gegn sölu á fölsuðum og ólöglegum lyfjum á netinu sem tollgæslan á Íslandi tók þátt í, lagði hún hald á tæplega 8.000 töflur. 5.10.2011 05:30 Finnst svona ekki eiga að líðast Ólafur Örn Ingólfsson hagfræðingur, einn þeirra umsækjenda um starf forstjóra Bankasýslu ríkisins sem ekki hlutu náð fyrir augum stjórnarinnar, er afar ósáttur við vinnubrögð í ráðningarferlinu og hyggst kalla eftir frekari rökstuðningi. 5.10.2011 04:00 Fjölskylda hinnar myrtu í áfalli Amanda Knox hélt heim til Bandaríkjanna í gær frá Ítalíu, þar sem hún var á mánudag sýknuð af morðákæru eftir að hafa dvalist fjögur ár í fangelsi. 5.10.2011 02:00 Ladbrokes setja Dylan í 2. sæti Nóbelsverðlaunin í flokki bókmennta verða afhent fimmtudaginn næstkomandi. Talið er líklegt að skáldið Adonis hljóti verðlaunin að þessu sinni. 5.10.2011 00:00 Hryðuverkamaður annast vörn sína sjálfur Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab bíður nú þess að réttað verði í máli hans en hann er sakaður um að hafa reynt að sprengja upp flugvél á Jóladag í fyrra. 4.10.2011 23:00 Bleik brjóst prjónuð á ljósastaur „Þetta fær að vera hjá okkur á meðan átakið er í gangi,“ segir Laila Sæunn Pétursdóttir, markaðs- og fjáröflunarstjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands. 4.10.2011 22:09 Scorsese frumsýnir mynd um George Harrison Heimildarmynd Martin Scorsese um George Harrison verðir frumsýnd á morgun. Myndin kallast „Living in the Material World". 4.10.2011 22:00 Tók upp klámmynd í sendiráði Páfagarðs Jaroslav Bartak, læknir að mennt, laumaðist inn í sendirráð Páfagarðs í Prag og tók upp klámmynd. 4.10.2011 21:30 Þyrla hrapaði í New York - þriggja er saknað Þyrla með fimm farþega innanborðs hrapaði í Austuránni í New York nú fyrir stuttu. Mikill fjöldi björgunarbáta og kafara leita nú að farþegunum. 4.10.2011 21:27 Skorað í markalausu jafntefli Það var lítið skorað í leik Bayern Munich og Hoffenheim nú á laugardaginn en leikurinn endaði í 0-0 jafntefli. Markaskorturinn hafði þó lítil áhrif á ungt par sem neitaði því hreinlega að engin myndi skora á meðan leik stóð. 4.10.2011 21:02 Sílikonið bjargaði lífi Það er ekki á hverjum degi sem það getur bjargað mannslífi að vera með brjóstin stútfull af sílikoni. En það gerðist í Moskvu, höfuðborgar Rússlands, á dögunum. 4.10.2011 20:57 Pútín vill sameina Austur-Evrópu Í grein sem Vladimir Pútín, núverandi forsætisráðherra Rússlands, birti í blaðinu Izvestia fyrir stuttu sagðist hann vilja setja á laggirnar nýtt heimsveldi sem gæti skákað bæði Sameinuðu Þjóðunum og Bandaríkjunum. 4.10.2011 20:45 „Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi“ Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir sláandi að hafa lesið um hversu einmana faðir hennar var í gæsluvarðhaldinu. Í tvö ár hafi hann staðið einn í baráttunni við lögregluyfirvöld og fangaverði rúmlega tvítugur að aldri. Tilviljun ein hafi ráðið því að dagbækur hans komi fram nú. 4.10.2011 20:20 Nóbelsverðlaun í eðlisfræði afhent í dag Þeir Saul Perlmutter, Lawrence Berkeley og Brian Schmidt hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í dag. Verðlaunin fá þeir fyrir rannsóknir sínar á fjarlægum sprengistjörnum. 4.10.2011 20:15 Christie býður sig ekki fram til forseta Chris Christie, fylkisstjóri New Jersey, tilkynnti í dag að hann myndi ekki sækjast eftir embætti forseta Bandaríkjanna á næsta ári. 4.10.2011 20:15 Ekkert bólar á siðareglum forsetans Forsetinn hefur ekki enn sett sér siðareglur þrátt fyrir gagnrýni og ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Forsætisráðherra átti langan fund með forsetanum í síðustu viku til að ræða framgöngu hans að undanförnu. 4.10.2011 20:15 Samantekt um mótmælin á Austurvelli Um þúsund manns komu saman á Austurvelli í gær til að mótmæla á meðan Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína. Vísir.is var með beina útsendingu frá mótmælunum og tók Hafsteinn Hauksson, fréttamaður, viðtöl við mótmælendur og þingmenn. 4.10.2011 19:45 Baldur hentar betur en Herjólfur Breiðafjarðarferjan Baldur hefur nú siglt til síns heima eftir að hafa þjónað Vestmannaeyingum í hartnær mánuð. Baldurs er nú sárt saknað af Eyjamönnum enda telja þeir að ferjan hafi sannað gildi Landeyjarhafnar og sett ný viðmið. 4.10.2011 19:45 Vill "ráðgefandi þjóðaratkvæði“ um tillögur stjórnlagaráðs Forsætisráðherra segir að því stefnt að bera tillögur stjórnlagaráðs undir þjóðina í "ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu" þegar stjórnlaga- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur lokið störfum. Hún býst við að formlegar breytingar á stjórnarskránni verði síðan afgreiddar áður en þing verður rofið fyrir kosningarnar 2013. 4.10.2011 19:02 Stytting Vestfjarðavegar með tveimur stórbrúm eitt stærsta verkefnið Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrir áramót þriggja milljarða króna verkefni á sunnanverðum Vestfjörðum sem felur í sér þverun tveggja fjarða og átta kílómetra styttingu Vestfjarðavegar. 4.10.2011 18:49 Fæddi barn á Miklubrautinni Þótt lögreglumenn verði oft vitni að því versta í lífinu koma líka ánægjulegar stundir og þá fara þeir svo sannarlega glaðir heim af vaktinni. Þannig lýsir lögreglan ánægjulegu útkalli þar sem þeir aðstoðuðu par á leið upp á spítala. Þangað sem þau komust aldrei, því á Miklubrautinni fæddist lítil stúlka. 4.10.2011 16:11 Ætlaði að fá sér pylsu en féll ofan í fornleifagrunn Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Reykjavíkurborg bótaskylda vegna slyss sem karlmaður varð fyrir í Tryggvagötu í Reykjavík aðfararnótt 7. október 2007, þegar hann féll niður rúma þrjá metra þar sem fornleifauppgröftur stóð yfir. 4.10.2011 15:38 Tóbaksfanta leitað: Neyddu tíu ára dreng til þess að reykja Lögreglan á Selfossi lýsir eftir þremur mönnum sem eru grunaðir um að hafa neytt tíu ára gamlan dreng til þess að reykja. 4.10.2011 15:04 Guðmundar- og Geirfinnsmál: Björgvin vill sannleiksnefnd Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að sérstök sannleiksnefnd verði skipuð til rannsóknar á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hann segir fólk úr öllum flokkum styðja tillöguna og mikilvægt sé fyrir samfélagið að gera þessi mál upp. 4.10.2011 14:59 Sjá næstu 50 fréttir
Lesendur vilja eldri borgara sem hverfur og spillingasögu Svíinn Jonas Jonasson trónir á toppi metsölulista Eymundsson með bókinni Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Sú bók hefur slegið í gegn hjá lesendum bæði á Íslandi sem og í Svíþjóð. Bókin er sú fyrsta sem höfundurinn gefur út. 5.10.2011 10:38
Stúdentaráð undrandi á niðurskurði Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir undrun og skilningsleysi á því að enn og aftur skeri yfirvöld niður fjárframlög til Háskóla Íslands. Í ályktun ráðsins um nýkynnt fjárlög segir að þrátt fyrir fullan skilning á því að fjármagn ríkissjóðs sé af skornum skammti þá velti ráðið fyrir sér hvers konar samfélag yfirvöld vilji byggja hér upp. 5.10.2011 10:36
Heildarfjöldi þjóðarinnar sótti Hörpuna síðustu fimm mánuði Nú þegar 5 mánuðir eru liðnir frá opnun Hörpu hafa rúmlega 350.000 manns sótt Hörpu heim sem er ríflega heildarfjöldi þjóðarinnar. 5.10.2011 09:59
Mótmæla fargjaldahækkun hjá Herjólfi Bæjarráð Vestmannaeyja leggst alfarið gegn fyrirhugaðri 15 prósenta hækkun á gjaldskrá Herjólfs. Bæjarráð minnir vegagerðina á að ekki sé tekið gjald fyrir að aka um nein jarðgöng hér á landi nema Hvalfjarðargöngin, þar sem það kosti þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu á fólksbíl að fara þar um. 5.10.2011 09:53
Dæmdur fyrir að stela vél og gírkassa úr bifreið Lýsingar Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í gær fyrir að hafa fjarlægt aflvél og gírkassa úr bifreiðinni sem Lýsing hf., var skráður eigandi að, en sá dæmdi hafði til umráða. 5.10.2011 09:37
Forsetinn heimsækir skóla á Akureyri Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsækja skóla á Akureyri í tilefni þess að í dag er haldinn Forvarnardagur í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. 5.10.2011 09:22
Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5.10.2011 09:00
Tæknifrjóvganir ekki lengur niðurgreiddar Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og læknastofunnar ART Medica um niðurgreiðslur á tæknifrjóvgunaraðgerðum rann út um síðustu mánaðamót. Kostnaður þeirra sem hefja meðferð nú er því mun meiri en þeirra sem hófu meðferð í september. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, segir að ljóst hafi verið í byrjun september að of mikið bæri í milli til að nýr samningur yrði gerður. 5.10.2011 08:45
Ein fórst í þyrluslysinu í New York Ein kona fórst og tveir aðrir eru alvarlega slasaðir eftir að þyrla hrapaði í Austurá sem rennur í gegnum New York borg í Bandaríkjunum. Vitni hafa lýst því hvernig þyrlan, sem er í einkaeigu og af geðinni Bell 206, snérist stjórnlaust stuttu eftir flugtak og hrapaði síðan í ánna. Talið er að þyrlan hafi verið á hvolfi þegar hún skall á vatnsfletinum. Óljóst er enn hvað olli slysinu en um borð voru fjórir farþegar auk flugmanns. 5.10.2011 08:01
Herinn handtók lögreglumenn í Mexíkó Mexíkanski herinn hefur handtekið átján lögreglumenn í Veracruz héraði sem grunaðir eru um að hafa unnið með eiturlyfjahringnum sem kallar sig Zeturnar. Mennirnir voru handteknir í viðamikilli aðgerð og á sama stað voru níu strokufangar handsamaðir sem flúið höfðu fangelsi í nágrenninu á dögunum. Yfirvöld segja að á einum hinna handteknu hafi fundist listi yfir alla þá lögreglumenn sem væru á launum hjá klíkunni. Mexíkönsk stjórnvöld hafa í auknum mæli gripið til þess ráðs að liðsmenn hersins og flotans til þess að berjast við klíkurnar sem öllu ráða í landinu. 5.10.2011 08:00
Boltadómurinn gæti haft áhrif á Íslandi Knattspyrnuáhugafólki á að vera frjálst að skipta við útsendingaraðila utan heimalands síns til að sjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Evrópudómstóllinn úrskurðaði í gær að hömlur á slíku gengju í berhögg við lög Evrópusambandsins um óheft flæði á sölu vöru og þjónustu. 5.10.2011 08:00
Allsherjarverkfall í Grikklandi Sólarhringsverkfall hófst í morgun í Grikklandi þar sem landsmenn mótmæla kröftuglega niðurskurðartillögum ríkisstjórnarinnar. Skólum hefur verið lokað sem og spítölum og lamast almenningssamgöngur að mestu leyti. 5.10.2011 07:58
Innlendar níðingssíður sýna íslenskar stúlkur Samtökunum Barnaheill – Save the Children á Íslandi bárust á síðasta ári ábendingar um íslenskar vefsíður sem vistaðar eru erlendis og hver sem er getur sett inn efni á. Þar var meðal annars að finna kynferðislegt efni, texta og myndir af íslenskum stúlkum undir lögaldri. 5.10.2011 07:30
Óánægja með Gnarr í Capacent-könnun Liðlega helmingur borgarbúa er ósáttur við störf Jóns Gnarr borgarstjóra, en tæplega fjórðungur er ánægður með hann, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups, sem RUV greinir frá. 5.10.2011 07:15
Kínverjar og Rússar beittu neitunarvaldinu Kínverjar og Rússar beittu í nótt neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og komu í veg fyrir að ályktun þar sem framkoma stjórnvalda í Sýrlandi gagnvart þegnum sínum er gagnrýnd. 5.10.2011 07:12
Hagsmunasamtökin ætla ekki að vera með í sérfræðingahópnum Hagsmunasamtök heimilanna ætla ekki að taka þátt í hópi fulltrúa úr stjórnkerfinu og fjármálageiranum, sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra boðaði í gær að yrði endurvakinn með aðild Hagsmunasamtaka heimilanna. 5.10.2011 07:07
Snörp hrina í Kötlu Snörp jarðskjálftahrina hófst laust fyrir klukkan þrjú í nótt í norðanverðri Kötluöskjunni. Benedikt Ófeigsson jarðvísindamaður var kallaður á vakt á Veðurstofuna og segir hann að fyrsti skjálftinn hafi verið vel yfir þjú stig á Richter og nokkrir í kringum þrjú hafi fylgt í kjölfarið. 5.10.2011 07:04
Hvít jörð á Akureyri Al hvít jörð var á Akureyri í mogunsárið, en hiti var þar við frostmark og við búið að snjórinn hverfi þegar líður á morguninn. Þar fór að snjóa í nótt og snjóaði enn um sex leitið í morgun. Viðbúið er að hálka sé á Öxnadalsheiði og Víkurskarði. 5.10.2011 07:02
Kaprifol enn við bryggju á Þórshöfn Flutningaskipið Kaprifol, sem strandaði í höfninni á Þórshöfn á Langanesi í gærmorgun, er enn við bryggju á þórshöfn, en stór vörubíll náði að draga skipið af strandstað fyrir hádegi í gær. Ekki liggur fyrir hvort skemmdir urðu á botni skipsins eða skrúfubúnaði, en önnur dráttartaugin slitnaði og fór í skrúfu skipsins þegar verið var að draga það af strandstað. Ef allt fer að óskum á skipið að lesta lýsisfarm til útflutnings. 5.10.2011 07:01
Andmæla sköttum og kvótamáli Skilanefnd gamla Landsbankans hefur fyrir hönd kröfuhafa sem eiga 19 prósent í nýja Landsbankanum sett fram formleg andmæli við ýmsum ákvörðunum og áformum íslenskra stjórnvalda sem kröfuhafarnir telja að geti rýrt virði eignasafns bankans. Þar á meðal eru kvótafrumvörp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggst skilanefnd gamla Landsbankans jafnframt andmæla formlega áformum í fjárlagafrumvarpinu um nýjan skatt á launagjöld fjármálafyrirtækja. 5.10.2011 07:00
Sértækar aðgerðir en ekki almennar Ekki er gert ráð fyrir viðamiklum breytingum á skattkerfinu á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Krónutöluhækkun á ýmis gjöld, nýr skattur á fjármálafyrirtæki og hækkun veiðileyfagjalds á að skapa nýjar tekjur. Gert er ráð fyrir umtalsverðri neysluaukningu sem skili fé í ríkissjóð. 5.10.2011 06:00
Tollurinn tók átta þúsund töflur Í alþjóðlegri aðgerð gegn sölu á fölsuðum og ólöglegum lyfjum á netinu sem tollgæslan á Íslandi tók þátt í, lagði hún hald á tæplega 8.000 töflur. 5.10.2011 05:30
Finnst svona ekki eiga að líðast Ólafur Örn Ingólfsson hagfræðingur, einn þeirra umsækjenda um starf forstjóra Bankasýslu ríkisins sem ekki hlutu náð fyrir augum stjórnarinnar, er afar ósáttur við vinnubrögð í ráðningarferlinu og hyggst kalla eftir frekari rökstuðningi. 5.10.2011 04:00
Fjölskylda hinnar myrtu í áfalli Amanda Knox hélt heim til Bandaríkjanna í gær frá Ítalíu, þar sem hún var á mánudag sýknuð af morðákæru eftir að hafa dvalist fjögur ár í fangelsi. 5.10.2011 02:00
Ladbrokes setja Dylan í 2. sæti Nóbelsverðlaunin í flokki bókmennta verða afhent fimmtudaginn næstkomandi. Talið er líklegt að skáldið Adonis hljóti verðlaunin að þessu sinni. 5.10.2011 00:00
Hryðuverkamaður annast vörn sína sjálfur Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab bíður nú þess að réttað verði í máli hans en hann er sakaður um að hafa reynt að sprengja upp flugvél á Jóladag í fyrra. 4.10.2011 23:00
Bleik brjóst prjónuð á ljósastaur „Þetta fær að vera hjá okkur á meðan átakið er í gangi,“ segir Laila Sæunn Pétursdóttir, markaðs- og fjáröflunarstjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands. 4.10.2011 22:09
Scorsese frumsýnir mynd um George Harrison Heimildarmynd Martin Scorsese um George Harrison verðir frumsýnd á morgun. Myndin kallast „Living in the Material World". 4.10.2011 22:00
Tók upp klámmynd í sendiráði Páfagarðs Jaroslav Bartak, læknir að mennt, laumaðist inn í sendirráð Páfagarðs í Prag og tók upp klámmynd. 4.10.2011 21:30
Þyrla hrapaði í New York - þriggja er saknað Þyrla með fimm farþega innanborðs hrapaði í Austuránni í New York nú fyrir stuttu. Mikill fjöldi björgunarbáta og kafara leita nú að farþegunum. 4.10.2011 21:27
Skorað í markalausu jafntefli Það var lítið skorað í leik Bayern Munich og Hoffenheim nú á laugardaginn en leikurinn endaði í 0-0 jafntefli. Markaskorturinn hafði þó lítil áhrif á ungt par sem neitaði því hreinlega að engin myndi skora á meðan leik stóð. 4.10.2011 21:02
Sílikonið bjargaði lífi Það er ekki á hverjum degi sem það getur bjargað mannslífi að vera með brjóstin stútfull af sílikoni. En það gerðist í Moskvu, höfuðborgar Rússlands, á dögunum. 4.10.2011 20:57
Pútín vill sameina Austur-Evrópu Í grein sem Vladimir Pútín, núverandi forsætisráðherra Rússlands, birti í blaðinu Izvestia fyrir stuttu sagðist hann vilja setja á laggirnar nýtt heimsveldi sem gæti skákað bæði Sameinuðu Þjóðunum og Bandaríkjunum. 4.10.2011 20:45
„Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi“ Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir sláandi að hafa lesið um hversu einmana faðir hennar var í gæsluvarðhaldinu. Í tvö ár hafi hann staðið einn í baráttunni við lögregluyfirvöld og fangaverði rúmlega tvítugur að aldri. Tilviljun ein hafi ráðið því að dagbækur hans komi fram nú. 4.10.2011 20:20
Nóbelsverðlaun í eðlisfræði afhent í dag Þeir Saul Perlmutter, Lawrence Berkeley og Brian Schmidt hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í dag. Verðlaunin fá þeir fyrir rannsóknir sínar á fjarlægum sprengistjörnum. 4.10.2011 20:15
Christie býður sig ekki fram til forseta Chris Christie, fylkisstjóri New Jersey, tilkynnti í dag að hann myndi ekki sækjast eftir embætti forseta Bandaríkjanna á næsta ári. 4.10.2011 20:15
Ekkert bólar á siðareglum forsetans Forsetinn hefur ekki enn sett sér siðareglur þrátt fyrir gagnrýni og ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Forsætisráðherra átti langan fund með forsetanum í síðustu viku til að ræða framgöngu hans að undanförnu. 4.10.2011 20:15
Samantekt um mótmælin á Austurvelli Um þúsund manns komu saman á Austurvelli í gær til að mótmæla á meðan Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína. Vísir.is var með beina útsendingu frá mótmælunum og tók Hafsteinn Hauksson, fréttamaður, viðtöl við mótmælendur og þingmenn. 4.10.2011 19:45
Baldur hentar betur en Herjólfur Breiðafjarðarferjan Baldur hefur nú siglt til síns heima eftir að hafa þjónað Vestmannaeyingum í hartnær mánuð. Baldurs er nú sárt saknað af Eyjamönnum enda telja þeir að ferjan hafi sannað gildi Landeyjarhafnar og sett ný viðmið. 4.10.2011 19:45
Vill "ráðgefandi þjóðaratkvæði“ um tillögur stjórnlagaráðs Forsætisráðherra segir að því stefnt að bera tillögur stjórnlagaráðs undir þjóðina í "ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu" þegar stjórnlaga- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur lokið störfum. Hún býst við að formlegar breytingar á stjórnarskránni verði síðan afgreiddar áður en þing verður rofið fyrir kosningarnar 2013. 4.10.2011 19:02
Stytting Vestfjarðavegar með tveimur stórbrúm eitt stærsta verkefnið Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrir áramót þriggja milljarða króna verkefni á sunnanverðum Vestfjörðum sem felur í sér þverun tveggja fjarða og átta kílómetra styttingu Vestfjarðavegar. 4.10.2011 18:49
Fæddi barn á Miklubrautinni Þótt lögreglumenn verði oft vitni að því versta í lífinu koma líka ánægjulegar stundir og þá fara þeir svo sannarlega glaðir heim af vaktinni. Þannig lýsir lögreglan ánægjulegu útkalli þar sem þeir aðstoðuðu par á leið upp á spítala. Þangað sem þau komust aldrei, því á Miklubrautinni fæddist lítil stúlka. 4.10.2011 16:11
Ætlaði að fá sér pylsu en féll ofan í fornleifagrunn Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Reykjavíkurborg bótaskylda vegna slyss sem karlmaður varð fyrir í Tryggvagötu í Reykjavík aðfararnótt 7. október 2007, þegar hann féll niður rúma þrjá metra þar sem fornleifauppgröftur stóð yfir. 4.10.2011 15:38
Tóbaksfanta leitað: Neyddu tíu ára dreng til þess að reykja Lögreglan á Selfossi lýsir eftir þremur mönnum sem eru grunaðir um að hafa neytt tíu ára gamlan dreng til þess að reykja. 4.10.2011 15:04
Guðmundar- og Geirfinnsmál: Björgvin vill sannleiksnefnd Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að sérstök sannleiksnefnd verði skipuð til rannsóknar á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hann segir fólk úr öllum flokkum styðja tillöguna og mikilvægt sé fyrir samfélagið að gera þessi mál upp. 4.10.2011 14:59
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent