Erlent

Herinn handtók lögreglumenn í Mexíkó

Mexíkanski herinn hefur handtekið átján lögreglumenn í Veracruz héraði sem grunaðir eru um að hafa unnið með eiturlyfjahringnum sem kallar sig Zeturnar. Mennirnir voru handteknir í viðamikilli aðgerð og á sama stað voru níu strokufangar handsamaðir sem flúið höfðu fangelsi í nágrenninu á dögunum. Yfirvöld segja að á einum hinna handteknu hafi fundist listi yfir alla þá lögreglumenn sem væru á launum hjá klíkunni. Mexíkönsk stjórnvöld hafa í auknum mæli gripið til þess ráðs að liðsmenn hersins og flotans til þess að berjast við klíkurnar sem öllu ráða í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×