Erlent

Kínverjar og Rússar beittu neitunarvaldinu

Mynd/AP
Kínverjar og Rússar beittu í nótt neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og komu í veg fyrir að ályktun þar sem framkoma stjórnvalda í Sýrlandi gagnvart þegnum sínum er gagnrýnd.

 Áður hafði tillagan verið milduð mikið en til stóð í fyrstu að samþykkja refsiaðgerðir gegn ríkinu. Þrátt fyrir að allt slíkt væri tekið út úr ályktuninni neituðu ríkin tvö að samþykkja ályktunina. Það sögðust þau ekki geta gert þar ekkert í henni kæmi í veg fyrir hernaðaríhlutun annara ríkja gegn Sýrlendingum.

Fulltrúi Bandaríkjanna, Susan Rice,  gekk af fundi eftir að málið var afgreitt og sagði æfareið við fjölmiðla að afsökun Rússa og Kínverja væri aðeins ódýrt bragð sem miði að því að geta selt stjórnvöldum í Damaskus vopn eftir sem áður. Ríkin hefðu frekar átt að standa við bakið á almenningi í Sýrlandi. Talið er að tæplega 3000 manns hafi fallið fyrir kúlum stjórnarhermanna í landinu frá því að hafist var handa við að berja niður mótmælin í landinu í mars.

Bashar al-Assad forseti segir að vrið sé að vinna að umbótum í landinu og að viðræður séu hafnar við stjórnarandstöðuna. Hann segir mótmælin runnin undan rifjum vopnaðra uppreisnarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×