Erlent

Scorsese frumsýnir mynd um George Harrison

George Harrison lést árið 2001
George Harrison lést árið 2001
Heimildarmynd Martin Scorsese um George Harrison verðir frumsýnd á morgun á HBO. Myndin kallast „Living in the Material World".

Scorsese hefur unnið að myndinni í fimm ár í samstarfi við Oliviu Harrison, ekkju bítilsins. Olivia gaf leikstjóranum frjálsar hendur við framleiðslu myndarinnar og lagði blessun sína yfir efnistök Scorsese.

Í myndinni er æviskeiði Harrisons gert skil, allt frá bernskuárum hans til bítlaáranna. Einnig verður fjallað um einstaklingsframtak Harrisons í tónlist - sem hlaut afar dræma viðtökur hjá gagnrýnendum.

Fyrir nokkrum árum framleiddi og leikstýrði Scorsese svipaðri kvikmynd um Bob Dylan.

Harrison lést árið 2001 úr hálskrabbameini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×