Erlent

Ein fórst í þyrluslysinu í New York

Mynd/AP
Ein kona fórst og tveir aðrir eru alvarlega slasaðir eftir að þyrla hrapaði í Austurá sem rennur í gegnum New York borg í Bandaríkjunum. Vitni hafa lýst því hvernig þyrlan, sem er í einkaeigu og af geðinni Bell 206, snérist stjórnlaust stuttu eftir flugtak og hrapaði síðan í ánna. Talið er að þyrlan hafi verið á hvolfi þegar hún skall á vatnsfletinum. Óljóst er enn hvað olli slysinu en um borð voru fjórir farþegar auk flugmanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×