Erlent

Skorað í markalausu jafntefli

Mikil stemning var meðal aðdáenda á laugardaginn.
Mikil stemning var meðal aðdáenda á laugardaginn.
Það var lítið skorað í leik Bayern Munich og Hoffenheim nú á laugardaginn en leikurinn endaði í 0-0 jafntefli. Markaskorturinn hafði þó lítil áhrif á ungt par sem neitaði því hreinlega að engin myndi skora á meðan leik stóð.

Það var því um miðjan fyrri hálfleik að parið afklæddist og hafði samfarir í stúkunni.

Áhorfendur kypptu sér lítið upp við lostaleikina en það tók þó öryggisgæslu leiksins ekki langan tíma að stöðva parið.

Parið hlustaði á gæslumenn vallarins og hyrtu upp um sig buxurnar. Þeim reyndist þó ómögulegt að halda aftur af hvötunum nema í nokkrar mínútur. Í hálfleik sást svo aftur til elskhuganna í ástarleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×