Erlent

Hryðuverkamaður annast vörn sína sjálfur

Abdulmutallab lýsti yfir stuðningi sínum við Al-Qaeda.
Abdulmutallab lýsti yfir stuðningi sínum við Al-Qaeda. mynd/AFP
Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab bíður nú þess að réttað verði í máli hans en hann er sakaður um að hafa reynt að sprengja upp flugvél á Jóladag í fyrra.

Í dag hófst val á kviðdómi í málinu og stuttu áður en rétturinn tók til starfa lýsti Abdulmutallab yfir stuðningi við Al-Qaeda. Hann sagði síðan að herskáir múslimar myndu þurrka út Bandaríkin. Abdulmutallab lýsti síðan yfir sakleysi sínu.

Sækjendur í málinu segja Abdulmutallab hafa smyglað sprengju í nærfötum sínum og að hann hafi ætlað að sprengja hana stuttu áður en flugvélin átti að lenda í Detroit. 279 farþegar voru í vélinni.

Abdulmutallab annast vörn sína sjálfur. Dómarinn benti honum á að þegar kemur að réttarhöldunum sjálfum væri æskilegt fyrir Abdulmutallab að klæðast virðulegum fötum. Bón Abdulmutallab um að fá að klæðast Jemönsku belti ásamt rýtingu var neitað um hæl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×