Erlent

Sílikonið bjargaði lífi

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Það er ekki á hverjum degi sem það getur bjargað mannslífi að vera með brjóstin stútfull af sílikoni. En það gerðist í Moskvu, höfuðborgar Rússlands, á dögunum.

Þar var kona stungin í vinstra brjóstið af eiginmanni sínum eftir rifrildi þeirra á milli. En sílikonið í brjóstinu kom í veg fyrir að hnífurinn skaðaði æðarnar í kringum hjartað.

Konan var búin að vera með sílikonið í fimm ár fyrir árásina og slapp ómeidd eftir árás eiginmannsins. Hún þarf þó eflaust að láta fylla á brjóstið aftur.

Það er kannski kaldhæðni örlaganna en konan fékk sér sílikon í brjóstin eftir beiðni frá eiginmanni sínum, eða vonandi, hennar vegnar, fyrrverandi eiginmanni sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×