Erlent

Gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann

Helle Thorning-Schmidt
Helle Thorning-Schmidt
Vinstrimenn virðast vera í sókn í Danmörku og svo gæti farið að Helle Thorning-Schmidt verði fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra.

Vinstrimenn virðast vera í sókn í Danmörku og svo gæti farið að Helle Thorning-Schmidt verði fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra.

Hægristjórnir hafa verið við völd í Danmörku í áratug en á morgun ganga Danir til þingkosninga og samkvæmt könnunum gæti dregið til tíðinda. Sósíal demókratar gætu náð völdum í landinu með aðstoð minni vinstriflokka.

Reyndar hefur krötum gengið heldur illa í skoðannakönnunum en litlu flokkunum á vinstrivængnum hefur hinsvegar gengið vel.

Nýjustu kannanir benda því til þess að bandalag vinstri flokka nái meirihluta á þingi, þótt naumt sé. Fastlega er gert ráð fyrir því að nái bandalagið að mynda ríkisstjórn muni Helle Thorning Schmidt formaður sósíaldemókrata leiða þá ríkisstjórn.

Hún yrði þá fyrsta konan til að gegna því embætti í sögu Danmerkur.

Takist Lars Lökke Rassmussen, núverandi forsætisráðherra og formanni Venstre þó að halda völdum yrði það í fyrsta sinn í sögunni sem Sósíal demókratar eru í minnihluta í fjögur kjörtímabil samfleytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×