Erlent

Vilja reyklausar sígarettur

Rannsóknarteymið telur að reyklausar sígarettur muni gefast betur en reykbönn og hræðsluáróður.
Rannsóknarteymið telur að reyklausar sígarettur muni gefast betur en reykbönn og hræðsluáróður.
Ráðgjafateymi ríkisstjórnar Bretlands hvetur til þess að fólk noti reyklausar sígarettur. Umræddar sígarettur eru bannaðar í ýmsum löndum, en teymið telur að þær geti bjargað tugþúsundum lífa á ári.

Rannsóknarteymi um hegðun manna, sem starfar undir stjórnarráði Bretlands og er hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum, sendi í dag frá sér skýrslu. Þar kynnir teymið nýtt átak til að koma í veg fyrir skaða af völdum reykinga. Átakið „hættu eða deyðu" sem nú er í gangi, er hætt að skila tilætluðum árangri. Því vill teymið hvetja til notkunnar reyklausra sígaretta, sem innihalda nikótín en eru lausar við önnur efnasambönd, tjöru og reyk þann sem hlýst af venjulegum sígarettum.

Þessar reyklausu sígarettur eru meðal annars bannaðar í Brasilíu, Kanada og Tælandi. Ástæðan er sú að aukaverkanir þeirra hafa ekki verið rannsakaðar. Ýmsir sérfræðingar telja hins vegar að nikótínið sem reyklausu sígaretturnar innihalda sé ekki skaðlegra en til að mynda koffínið sem er í kaffibolla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×