Erlent

Merkel og Sarkozy hughreysta Grikki

George Papandreou andar eflaust léttar eftir yfirlýsingar ráðamannanna.
George Papandreou andar eflaust léttar eftir yfirlýsingar ráðamannanna. Mynd/AFP
Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Grikklands segja að Grikkland sé óaðskiljanlegur hluti af evrusvæðinu. Þessi yfirlýsing kom eftir símtal milli George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.

Grikkland ítrekaði einnig að landið muni gera allt sem í þess valdi stendur til að standa við skuldbindingar sínar í tengslum við fjárhagsaðstoðina sem það hefur hlotið frá Evrópusambandinu.

Þessum yfirlýsingum er ætlað að róa markaði sem undanfarið hafa ólgað af ótta yfir mögulegu gjaldþroti Grikklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×