"Þetta er barátta fyrir efnahagslegri og pólitískri framtíð Evrópu" Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. september 2011 18:53 Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði í dag að svarið við vanda evrunnar væri aukinn samruni ríkjanna í sambandinu. Þá sagði að hann að framkvæmdastjórnin myndi senn kynna möguleikann á sameiginlegum evruskuldabréfum. Raunverulega ógnir steðja að framtíð evrusamstarfsins vegna skuldavanda ríkjanna á svæðinu. Vaxandi áhyggjur eru um að Grikkland muni virða skuldir sínar að vettugi með greiðslufalli og hugsanlega yfirgefa evrusvæðið. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði þegar hann ávarpaði Evrópuþingið í Strassborg í dag að lausn á vanda evrusvæðisins fælist ekki í því að tvístra því upp. „Við stöndum frammi fyrir alvarlegasta viðfangsefni heillar kynslóðar. Þetta er barátta fyrir störfum og velmegun fjölskyldna í öllum aðildarríkjunum. Þetta er barátta fyrir efnahagslegri og pólitískri framtíð Evrópu. (...) Niðurstaða mín er alveg skýr: Rétta leiðin til að stöðva þessa neikvæðu þróun og styrkja evruna er að auka samþættingu innan evrusvæðisins á grundvelli sambandsaðferðarinnar. Þetta er rétta leiðin," sagði Barroso. Fyrr í sumar var mikil umræða um útgáfu sameiginlegra skuldabréfa fyrir ríkin á evrusvæðinu, svokallaðra evruskuldabréfa, en mjög er deilt um ágæti þeirra. Hingað til hafa leiðtogar öflugustu ríkjanna á svæðinu eins og Angela Merkel og Nicolas Sarkozy ekki viljað ganga svo langt að segja að slíkt sé á dagskránni, en Barroso staðfesti í dag að framkvæmdastjórnin myndi innan skamms kynna möguleika á slíku. „Í dag vil ég staðfesta að framkvæmdastjórnin mun fljótlega kynna möguleika á útgáfu evrubréfa. Þetta færir okkur ekki tafarlausar lausnir á öllum vandamálum okkar en þetta verður hluti alhliða nálgunar til að auka efnhagslega og pólitíska samþættingu," sagði Barroso þegar hann ávarpaði Evrópuþingið í Strassborg í dag. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Obama: Lokaorrusta evrunnar í vændum Barack Obama, bandaríkjaforseti, hafði í kvöld orð á því að evrusvæðið þyrfti á styrkari leiðtogum að halda og varaði við því að lokaorrusta evrunnar væri í aðsigi. Hann bað Frakka og Þjóðverja að taka ábyrgð, þar sem aðstæðurnar í Grikklandi ógnuðu Ítalíu og fleiri löndum á svæðinu. Þetta kemur fram á vefmiðli Daily mail. 13. september 2011 23:54 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði í dag að svarið við vanda evrunnar væri aukinn samruni ríkjanna í sambandinu. Þá sagði að hann að framkvæmdastjórnin myndi senn kynna möguleikann á sameiginlegum evruskuldabréfum. Raunverulega ógnir steðja að framtíð evrusamstarfsins vegna skuldavanda ríkjanna á svæðinu. Vaxandi áhyggjur eru um að Grikkland muni virða skuldir sínar að vettugi með greiðslufalli og hugsanlega yfirgefa evrusvæðið. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði þegar hann ávarpaði Evrópuþingið í Strassborg í dag að lausn á vanda evrusvæðisins fælist ekki í því að tvístra því upp. „Við stöndum frammi fyrir alvarlegasta viðfangsefni heillar kynslóðar. Þetta er barátta fyrir störfum og velmegun fjölskyldna í öllum aðildarríkjunum. Þetta er barátta fyrir efnahagslegri og pólitískri framtíð Evrópu. (...) Niðurstaða mín er alveg skýr: Rétta leiðin til að stöðva þessa neikvæðu þróun og styrkja evruna er að auka samþættingu innan evrusvæðisins á grundvelli sambandsaðferðarinnar. Þetta er rétta leiðin," sagði Barroso. Fyrr í sumar var mikil umræða um útgáfu sameiginlegra skuldabréfa fyrir ríkin á evrusvæðinu, svokallaðra evruskuldabréfa, en mjög er deilt um ágæti þeirra. Hingað til hafa leiðtogar öflugustu ríkjanna á svæðinu eins og Angela Merkel og Nicolas Sarkozy ekki viljað ganga svo langt að segja að slíkt sé á dagskránni, en Barroso staðfesti í dag að framkvæmdastjórnin myndi innan skamms kynna möguleika á slíku. „Í dag vil ég staðfesta að framkvæmdastjórnin mun fljótlega kynna möguleika á útgáfu evrubréfa. Þetta færir okkur ekki tafarlausar lausnir á öllum vandamálum okkar en þetta verður hluti alhliða nálgunar til að auka efnhagslega og pólitíska samþættingu," sagði Barroso þegar hann ávarpaði Evrópuþingið í Strassborg í dag. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Obama: Lokaorrusta evrunnar í vændum Barack Obama, bandaríkjaforseti, hafði í kvöld orð á því að evrusvæðið þyrfti á styrkari leiðtogum að halda og varaði við því að lokaorrusta evrunnar væri í aðsigi. Hann bað Frakka og Þjóðverja að taka ábyrgð, þar sem aðstæðurnar í Grikklandi ógnuðu Ítalíu og fleiri löndum á svæðinu. Þetta kemur fram á vefmiðli Daily mail. 13. september 2011 23:54 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Obama: Lokaorrusta evrunnar í vændum Barack Obama, bandaríkjaforseti, hafði í kvöld orð á því að evrusvæðið þyrfti á styrkari leiðtogum að halda og varaði við því að lokaorrusta evrunnar væri í aðsigi. Hann bað Frakka og Þjóðverja að taka ábyrgð, þar sem aðstæðurnar í Grikklandi ógnuðu Ítalíu og fleiri löndum á svæðinu. Þetta kemur fram á vefmiðli Daily mail. 13. september 2011 23:54
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila