Erlent

Gefur út bók með SMS-um síðustu tólf ára

Hver væri ekki til í að eiga svona tólf ára gamalt sms?
Hver væri ekki til í að eiga svona tólf ára gamalt sms? Mynd tengist frétt ekki beint
Tracey Moberly, fjörutíu og sjö ára gamall listamaður frá Lundúnum, hefur aldrei eytt textaskilaboði eftir að hún fékk símann sinn árið 1999. Nú tólf árum síðar ætlar hún að gefa út bók með öllum skilaboðunum.

Í hvert sinn sem hún fékk sms vistaði hún það og gekk jafnvel svo langt að skrifa þau niður á blað ef innhólfið var orðið fullt. Og nú ætlar hún að gefa út bók sem ber nafnið „Text Me Up!“ en í henni er verður hægt að lesa öll skilaboðin sem hún hefur fengið.

Þar verður til dæmis hægt að sjá hvernig vinir hennar brugðust við 11. september árið 2001 og jarðskjálftanum á Haíti. Þá munu einnig vera persónuleg skilaboð frá fyrrum eiginmanni hennar en þau skildu fyrir nokkrum árum.

„Sumir halda að ég sé með þráhyggju en staðreyndin er sú að ég elska að skoða gömul skilaboð. Þetta er eins og halda úti dagbók og segja vinir mínir við mig að þeir óska þess að hafa geymt mikilvæg skilaboð. En ég er svo heppin, ég get skoðað öll gömlu skilaboðin hvenær sem ég vil,“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×