Fleiri fréttir

Drengur missti tönn þegar róla slitnaði

Sjö ára gamall drengur missti framtönn og hluta úr annarri tönn auk þess sem hann slasaðist í andliti þegar róla sem hann var í slitnaði. Atvikið átti sér stað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í byrjun mánaðarins.

Einhuga um að tjá sig ekki í bili

„Þetta var góður og mikilvægur fundur,“ segir Sigrún Gylfadóttir, deildarstjóri leiklistardeildar Kvikmyndaskóla Íslands, sem fer fyrir sáttanefnd á vegum skólans er í gær hitti Svandísi Svavarsdóttur menntamálaráðherra.

Palestínumenn búa sig undir sjálfstæði

Á miðvikudaginn í næstu viku, þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verður sett í New York, ætla Palestínumenn að fara fram á viðurkenningu á stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.

Matarolía búin til úr skólpvatni

Kínversk yfirvöld greindu frá því í gær að 32 félagar glæpagengis hefðu verið handteknir í héraðinu Zhejiang fyrir að hafa búið til matarolíu úr skólpvatni. Jafnframt lagði lögreglan hald á 100 tonn af „skólpolíu“. Hinir handteknu höfðu fengið hráefnið í eigin matarolíu úr skurðum og skólprörum við veitingastaði.

Fundu kannabisræktun í nágrenni lögreglustöðvarinnar

Lögreglan upprætti kannabisræktun í húsi í holtunum, nálægt lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gærkvöldi. Segja má að menn hafi runnið á lyktina af plöntunum og þegar inn var komið komu í ljós kannabisplöntur í 29 pottum og bakki með græðlingum. Eigandi húsnæðisins var ekki á staðnum og er hans nú leitað.

Samkynhneigðir fengju að giftast

Útlit er fyrir að meirihluti myndist á danska þinginu fyrir því að leyfa hjónabönd fólks af sama kyni. Þetta kemur fram í frétt dagblaðsins Urban, sem byggir á spurningalista sem lagður var fyrir frambjóðendur til þingkosninganna sem fara fram á morgun.

Þúsundir flytja milli skóla

Frá síðasta vori að skólabyrjun nú í haust fluttu 203 grunnskólanemendur í Reykjavík úr landi en 3.207 nemendur fluttu á milli skóla í Reykjavík eða í önnur sveitarfélög.

Ákærð fyrir að brenna Krýsuvíkurkirkju

Fjögur ungmenni hafa verið ákærð fyrir að brenna Krýsuvíkurkirkju til grunna aðfaranótt 2. janúar í fyrra. Kirkjan hafði verið friðuð í tuttugu ár.

Myrtu fjörutíu leigubílstjóra

Íraska lögreglan hefur fundið gröf með líkamsleifum 40 leigubílstjóra í bænum Dujail sem er í um 60 km fjarlægð frá Bagdad. Leigubílstjórarnir voru fórnarlömb bílaþjófagengis sem á undanförnum tveimur árum hafa rænt 40 leigubílstjórum í Bagdad og síðan drepið þá.

Obama: Lokaorrusta evrunnar í vændum

Barack Obama, bandaríkjaforseti, hafði í kvöld orð á því að evrusvæðið þyrfti á styrkari leiðtogum að halda og varaði við því að lokaorrusta evrunnar væri í aðsigi. Hann bað Frakka og Þjóðverja að taka ábyrgð, þar sem aðstæðurnar í Grikklandi ógnuðu Ítalíu og fleiri löndum á svæðinu. Þetta kemur fram á vefmiðli Daily mail.

Bannað að kalla kynskiptinga geðveika

Herinn í Tælandi var í dag skyldaður til að hætta að skilgreina kynskiptinga sem geðsjúklinga. Hingað til hefur herinn neitað því að hleypa kynskiptingum í raðir sínar þar sem þeir væru „veikir á geði". Dómstóll í landinu bannaði í dag þá orðanotkun.

Skothvellir fram á nótt í Afghanistan

Átök halda áfram fram í nóttina í Kabúl í Afghanistan. Lögregla skiptist enn á skotum við alla vega eina skyttu, sem staðsett er í hárri byggingu nærri bandaríska sendiráðinu.

Fjarlægja spegla til að stoppa förðun

Skólayfirvöld í grunnskóla í Huddersfield í Bretlandi hafa brugðið á nýstárlegt ráð í baráttu við of mikla förðun ungra stúlkna. Af því stúlkurnar neituðu að fara eftir banni við snyrtivörum létu skólayfirvöld fjarlægja alla spegla af stúlknaklósettum skólans.

Krókódílar sleppa lausir nálægt sólarströnd

Eftir mikil flóð í Tælandi síðustu daga sluppu nokkrir krókódílar af sýningarsvæði á einni vinsælustu sólbaðsströnd Tælendinga, Pattaya. Þeirra er nú leitað í örvæntingu.

Hótel fyrir lík slær í gegn

Hótel fyrir lík er að slá í gegn í Japan. Sorgmæddir eftirlifendur flykkjast að til að leigja herbergi fyrir látna ástvini sína. Eftir það geta þeir komið og hitt líkama þeirra hvenær sem er, jafnt á nóttu sem degi.

Kosið um framlag Íslands til Óskarsins

Kosið verður um framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2012 dagana 15. - 20. september. Myndirnar sem koma til greina eru sjö talsins. Þær eru: Á annan veg, Brim, Eldfjall, Gauragangur, Kurteist fólk, Órói og Rokland.

Hnífstunga við Lækjartorg

Ungur maður var stunginn með hníf við Lækjartorg laust uppúr klukkan sjö í dag. Maðurinn var fluttur á slysavarðstofu en sár hans reyndust hvorki djúp né alvarleg.

Páfinn kærður fyrir brot gegn mannkyni

Fórnarlömb kynferðisbrota kaþólsku kirkjunnar lögðu í dag inn kæru fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag. Með því kærðu þeir sjálfan páfann og þrjá aðra hátt setta embættismenn í Vatíkaninu fyrir „glæpi gegn mannkyni".

Lestarslys á Indlandi

Lestarslys varð á Indlandi í kvöld. Sjö eru sagðir látnir og margir fleiri meiddir í frétt á vefmiðli CBS.

Vilja rjúpnaveiðar með óbreyttu sniði

Skotveiðifélag Íslands leggur til að veiðar á rjúpu í ár verði með sama sniði og síðustu ár. Félagið segir ofureinföldun að rekja sveiflur í rjúpnastofninum alfarið til skotveiði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag.

Telja ný upplýsingalög skerða rétt almennings

Minni hluti í allsherjarnefnd Alþingis telur að frumvarp til nýrra upplýsingalaga feli í sér skerðingu á upplýsingarétti almennings og leggst eindregið gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Minni hlutann skipa Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármansson.

Aron og Emilía vinsælust

Aron var vinsælasta strákanafnið á síðasta ári, en Emilía vinsælasta stelpunafnið. Nafnahefðin er að breytast hér á landi, en nöfn sem voru á ljótu-nafnalista árið 1916 eru nú með vinsælustu nöfnum.

Stefna á að sigla fram í nóvember

Ferðmannaútgerðin á Jökulsárlóni, sem í fyrstu stóð aðeins yfir hásumarið, hefur lengst upp í það að verða sex mánaða vertíð og er nú stefnt að því að halda siglingum fram í nóvember.

Ný áfengislög fela í sér mismunun

Innlendum framleiðendum er mismunað í nýju frumvarpi Innanríkisráðherra um áfengislög að mati framkvæmdarstjóra félags atvinnurekenda. Hann furðar sig á því að frumvarpið sé í fullkominni andstöðu við skýrslu starfshóps fjármálaráðherra.

Árásirnar í Kabúl - íslensk kona á svæðinu

Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að uppreisnarmenn talíbana gerðu árásir á bandaríska sendiráðið og höfuðstöðvar fjölþjóðaliðs NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag. Íslensk kona á svæðinu heldur kyrru fyrir í skrifstofubyggingu nálægt árásarsvæðinu en hún segist ekki vera hrædd þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Ný meðferðarúrræði við brjóstakrabbameini

Íslenskir vísindamenn hafa með rannsóknum varpað ljósi á tengsl stofnfruma við stækkun æxla í brjóstakrabbameinum. Niðurstöður rannsóknarinnar auka líkur á því að hægt verði að þróa ný meðferðarúrræði sem mögulega hindra meinvörp.

Eyjafjallajökull hefur áhrif á réttarstöðu flugfarþega

Eldgosið í Eyjafjallajökli mun hafa áhrif á réttindi flugfarþega í framtíðinni. Ástæðan er meðal annars gríðarlegur kostnaður flugfélaga vegna gossins. Bætur vegna tafa verða að öllum líkindum takmarkaðar, að mati fulltrúa Alþjóðasamtaka flugfarþega.

Skortur á refsiákvæðum við gjaldeyrishaftabrotum

Sérstakur saksóknari gæti þurft að fella niður þau nítján mál sem nú eru til rannsóknar vegna brota á gjaldeyrishaftareglum vegna skorts á refsiákvæðum í lögum. Þetta er mat lögmanns sem telur ennfremur að skaðabótaskylda hljóti að vera til staðar.

Hvetja til stofnunar ríkisolíufélags

Fyrirtækjaráðgjöf PricewaterhouseCoopers hvetur íslensk stjórnvöld til að stofna ríkisolíufélag í tengslum við olíuleit á Drekasvæðinu og telur að mikill áhugi verði á væntanlegu útboði.

Ofsaakstur í höfuðborginni

Talsvert var um hraðaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Lögregla tók nokkra tugi ökumanna fyrir ofsaakstur og var í grófustu tilvikunum ekið 75-80 km/klst yfir hámarkshraða. Ökufantarnir eru á ýmsum aldri og af báðum kynjum.

Hillary segir að árásarmennirnir muni ekki sleppa

Ríkisstjórn Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, segir að árásir á bandaríska sendiráðið í Kabul í Afganistan og fleiri byggingar í kring verði ekki látnar óafskiptar. Árásarmenn verði eltir uppi. Á svæðinu, þar sem árásirnar voru gerðar er fjölmargir útlendingar, þar á meðal fjórir Íslendingar.

Þjóðum beri skylda að viðurkenna Palestínu

Forsætisráðherra Tyrklands segir að þjóðum beri skylda til að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Á fundi Arababandalagsins í Egyptalandi sagði Tayip Erdogan áður en árið verði liðið muni miklar breytingar verða á ástandi mála í Palestínu. Hann var harðorður í garð Ísraelsmanna og sagði að hugarfar stjórnvalda þar í landi stæði í vegi fyrir friði í Mið-Austurlöndum. Palestínumenn undirbúa nú að gerast aðilar að Sameinuðu þjóðunum, þrátt fyrir andstöðu Ísraela og Bandaríkjamanna.

Pílagrímar teknir af lífi í Írak

Tuttugu og tveir pílagrímar af shía-múslimatrú fundust skotnir til bana í Vesturhluta Íraks í anbar héraði í gær. Mennirnir voru á leið til musteris í Sýrlandi þegar þeir voru stöðvaðir af byssumönnum. Öllum konum í rútunni var skipað að yfirgefa hana en síðan var ekið með mennina á afvikinn stað þar sem þeir voru teknir af lífi. Hundruðir shía hafa verið drepnir á svæðinu síðustu mánuði. Fórnarlömbin í gær eru öll sögð vera frá borginni Karbala.

Forsetinn keypti hús í næsta nágrenni við Jón Baldvin

Þrátt fyrir að hafa eldað grátt silfur saman um árabil gæti farið svo að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, yrðu nágrannar á næstunni. Í það minnsta fullyrðir fréttavefurinn Pressan að forsetahjónin hafi keypt sér hús að Reykjamel 11 á dögunum.

Tré ársins er fjallagullregn í Reykjanesbæ

Skógræktarfélag Íslands útnefndi tré ársins 2011 við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. september. Tréið er af tegundinni fjallagullregn (Laburnum alpinum) og gerir sérstaða þess og fegurð það vert útnefningar að því er fram kemur í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands.

Ólafur sá sig knúinn til að svara ummælum Steingríms

Ólafur Ragnar Grímsson segist hafa séð sig knúinn til þess að svara ummælum fjármálaráðherra í Icesave málinu sem hann segir hafa verið aðför að ákvörðun forsetans. Hann muni ekki sitja undir því að ráðamenn fari fram af fyrra bragði með þessum hætti. Utanríkisráðherra segist hafa orðið hryggur við að heyra ummæli forsetans. Þau má sjá hér í heild sinni.

Íslendingar í Kabúl heilir á húfi

Ekkert amar að fjórum íslenskum friðargæsluliðum sem eru við störf í Kabúl í Afganistan. Talibanar hafi í dag gert árásir á höfuðstöðvar fjölþjóðaliðs Nato í borginni á sendiráð Bandaríkjamanna og á lögreglumenn við flugvöll borgarinnar. Tveir Íslendingar hafa starfað á vegum friðargæslunnar í höfuðstöðvum alþjóðaliðsins og tveir hafa verið staðsettir á flugvellinum.

Fljúga oft milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur

Keflavíkurflugvöllur er í hópi tíu flugvalla sem farþegar á Kastrupflugvelli í Danmörku fljúga helst til og frá. Í sumar flugu nærri 142 þúsund farþegar á milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur, samkvæmt tölum vefsíðunnar Túristi.is.

Þróaði nýjan lygamæli

Með nýju háþróuðu myndavélakerfi er hægt að greina hvenær fólk er að segja ósatt með því einu að taka andlitsmyndir af viðkomandi. Nýja kerfið styðst við einfalda myndavél, háþróaðan hitaskynjara og talnarunur. Þeir sem standa að þróun kerfisins segja að það geti orðið bylting í öryggismálum.

Segir ríkið mögulega skaðabótaskylt vegna gjaldeyrishafta

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur að ríkið hafi mögulega bakað sér skaðabótaskyldu þar sem lög um gjaldeyrishöft séu ekki nægilega skýr. Þetta kom fram í máli þingmannsins á Alþingi í morgun. Formaður efnahags- og skattanefndar benti á að löggjöfin hafi verið innleidd í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Mikið líf á leigumarkaði

Þinglýstum leigusamningum fjölgaði um 5,1% frá sama mánuði í fyrra, en um 65% á milli mánaða, samkvæmt tölum Fasteignaskrár. Fjöldi þinglýstra samninga í ágúst síðastliðnum á landinu öllu var 1302. Í ágúst í fyrra voru þeir 1239 en í júlí síðastliðnum voru þeir 790.

Skilnuðum fjölgaði ekki í kreppunni

Fyrir hver 2,7 pör sem giftu sig á síðasta ári skildu ein hjón. Þrátt fyrir það eru engin teikn um það að hjónaskilnuðum hafi fjölgað í kreppunni.

Sjá næstu 50 fréttir