Erlent

Sýna uppreisnarmönnum Sýrlands stuðning

Bashar al-Assad er forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad er forseti Sýrlands.
Sendiherrar átta vestrænna ríkja sýndu fordæmislausan stuðning við mótmælendur í Sýrlandi síðastliðinn Sunnudag. Það gerðu þeir með því að mæta í bænarhald og sorgarathöfn vegna dauða mótmælanda sem talinn er hafa verið pyntaður af yfirvöldum landsins.

Mótmælandinn Giyath Matar var einn ötulasti mótmælandinn bæjar síns. Hann var handtekinn af leyniþjónustumönnum ríkisstjórnar landsins fyrr í mánuðnum. Fjórum dögum síðar var illa leiknu líki hans skilað til fjölskyldunnar. Það var blátt og marið.

Sorgarathöfn var haldin í minningu hans um helgina þar sem sendiherrar vestrænna ríkja mættu og sýndu stuðning sinn. Nokkrum tímum eftir að sendiherrarnir yfirgáfu athöfnina spreyjuðu sveitir ríkisstjórnarinnar táragasi yfir syrgjendurna.

Sendiherrarnir komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Kanada, Japan, Hollandi og Evrópusambandiu. Viðvera þeirra á athöfninni var hugsuð sem skýr skilaboð til ríkisstjórnar landsins um að aðrar þjóðir séu að vakna til vitundar um ástandið í Sýrlandi. Uppátækið er skýrasta opinbera birtingarmynd stuðnings umheimsins við málstað uppreisnarmanna í landinu.

Í uppreisninni í Sýrlandi hafa 2.600 manns látið lífið hingað til samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu Þjóðunum. Þúsundir manna hafa verið fangelsaðir og pyntaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×