Dæmdir ofbeldismenn grunaðir um fjárkúgun og frelsissviptingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. september 2011 18:56 Tveir þekktir dæmdir ofbeldismenn sitja nú í einangrun í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni en þeir eru grunaðir um að hafa svipt annan mann frelsi og reynt að kúga út úr honum fé. Mennirnir tveir voru nýlega látnir lausir eftir að hafa afplánað dóma fyrir grófa ofbeldisglæpi. Mennirnir eru taldir hafa skipulagt verknaðinn í sameiningu en annar þeirra fór með fórnarlambið í útibú Íslandsbanka við Stórhöfða 17 í síðustu viku og reyndi að kúga út úr honum fé með því að hóta honum ofbeldi ef hann yrði ekki við kröfum mannanna um að taka peninga út af bankareikningnum sínum og afhenda þeim. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun manninum hafa tekist með merkjasendingu að láta starfsmann útibúsins vita að ekki væri allt með felldu og lét starfsfólkið lögreglu vita í kjölfarið. Áform mannanna um að kúga fé út úr fórnarlambinu fóru því út um þúfur því lögreglan kom á vettvang áður. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru tengsl á milli fórnarlambsins og annars mannanna. Þeir eiga sameiginlega kunningja og var um nokkurs konar uppgjör að ræða en það mun þó ekki vera vegna fíkniefnaviðskipta. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu að mennirnir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til sextánda þessa mánaðar og að þeir væru grunaðir um frelsissviptingarbrot, hótanir og fjárkúgun. Mennirnir munu ekki hafa beitt fórnarlambið ofbeldi. Björgvin sagði að annar hinna grunuðu hefði verið handtekinn við bankann og hinn heima hjá sér. Hann sagði að verið verið að skoða hvort krafist yrði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir mönnunum. Málið er þó nokkuð flóknara en þetta því annar hinna grunuðu er talinn hafa hótað öðru fórnarlambi, sem tengist manninum sem sendur var í bankann, en lögregla hefur ekki viljað veita nánari upplýsingar um þetta. Báðir hinna grunuðu eiga sér sögu ofbeldisbrota. Annar þeirra hlaut sextán ára óskilorðsbundið fangelsi árið 2000 fyrir að bana áttræðri konu í íbúð hennar við Espigerði. Í niðurstöðum geðheilbrigðisrannsóknar sem lagðar voru fram í málinu kom fram að maðurinn væri mjög hætturlegur undir áhrifum eiturlyfja og hefði verið í mikilli neyslu frá fimmtán ára aldri. Hinn maðurinn var árið 2007 dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottafengnar líkamsárásir en hann í félagi við annann réðst á mann á Akureyri með grófu ofbeldi. Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir að klippa fingur vinstri handar af fórnarlambinu með greinaklippum. Þá var maðurinn í sama máli dæmdur fyrir grófa líkamsárás fyrir að ráðast á konu sem ók leigubíl og berja hana ítrekað í höfuðið. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Tveir þekktir dæmdir ofbeldismenn sitja nú í einangrun í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni en þeir eru grunaðir um að hafa svipt annan mann frelsi og reynt að kúga út úr honum fé. Mennirnir tveir voru nýlega látnir lausir eftir að hafa afplánað dóma fyrir grófa ofbeldisglæpi. Mennirnir eru taldir hafa skipulagt verknaðinn í sameiningu en annar þeirra fór með fórnarlambið í útibú Íslandsbanka við Stórhöfða 17 í síðustu viku og reyndi að kúga út úr honum fé með því að hóta honum ofbeldi ef hann yrði ekki við kröfum mannanna um að taka peninga út af bankareikningnum sínum og afhenda þeim. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun manninum hafa tekist með merkjasendingu að láta starfsmann útibúsins vita að ekki væri allt með felldu og lét starfsfólkið lögreglu vita í kjölfarið. Áform mannanna um að kúga fé út úr fórnarlambinu fóru því út um þúfur því lögreglan kom á vettvang áður. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru tengsl á milli fórnarlambsins og annars mannanna. Þeir eiga sameiginlega kunningja og var um nokkurs konar uppgjör að ræða en það mun þó ekki vera vegna fíkniefnaviðskipta. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu að mennirnir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til sextánda þessa mánaðar og að þeir væru grunaðir um frelsissviptingarbrot, hótanir og fjárkúgun. Mennirnir munu ekki hafa beitt fórnarlambið ofbeldi. Björgvin sagði að annar hinna grunuðu hefði verið handtekinn við bankann og hinn heima hjá sér. Hann sagði að verið verið að skoða hvort krafist yrði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir mönnunum. Málið er þó nokkuð flóknara en þetta því annar hinna grunuðu er talinn hafa hótað öðru fórnarlambi, sem tengist manninum sem sendur var í bankann, en lögregla hefur ekki viljað veita nánari upplýsingar um þetta. Báðir hinna grunuðu eiga sér sögu ofbeldisbrota. Annar þeirra hlaut sextán ára óskilorðsbundið fangelsi árið 2000 fyrir að bana áttræðri konu í íbúð hennar við Espigerði. Í niðurstöðum geðheilbrigðisrannsóknar sem lagðar voru fram í málinu kom fram að maðurinn væri mjög hætturlegur undir áhrifum eiturlyfja og hefði verið í mikilli neyslu frá fimmtán ára aldri. Hinn maðurinn var árið 2007 dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottafengnar líkamsárásir en hann í félagi við annann réðst á mann á Akureyri með grófu ofbeldi. Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir að klippa fingur vinstri handar af fórnarlambinu með greinaklippum. Þá var maðurinn í sama máli dæmdur fyrir grófa líkamsárás fyrir að ráðast á konu sem ók leigubíl og berja hana ítrekað í höfuðið.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira