Ríkisolíufélag samþykkt á Alþingi fyrir þremur árum Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2011 11:53 Heimild til íslenska ríkisins til að stofna ríkisolíufélag var lögfest á Alþingi fyrir þremur árum í aðdraganda fyrsta Drekaútboðsins. Megintilgangur slíks félags var í greinargerð sagður að gæta hagsmuna íslenska ríkisins og auðlinda þess. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að ráðgjafafyrirtæki hvetti til þess að íslensk stjórnvöld stofnuðu ríkisolíufélag að norskri fyrirmynd. Norska ríkið á hins vegar og rekur tvö olíufélög. Annars vegar Statoil, sem er 67 prósent í eigu norska ríkisins, og er stærsta fyrirtæki Norðurlanda, og hins vegar minna þekkt félag sem nefnist Petoro og er 100% í norskri ríkiseigu. Grundvallarmunur er á þessum tveimur félögum þar sem Statoil tekur þátt í olíuleit, vinnslu og sölu á öllum stigum, allt niður í bensínstöðvar. Petoro er hins vegar fyrst og fremst rétthafi á olíuleitar- og vinnsluleyfum í norskri lögsögu og lýtur beinni stjórn olíumálaráðherra og Olíustofnunar Noregs, meðan Statoil er hlutafélag skráð á markaði og rekið sem slíkt. Þegar Alþingi í desember árið 2008 lögfesti heimild til iðnaðarráðherra að stofna íslenskt ríkisolíufélag var beinlínis tekið fram í greinargerð frumvarpsins að slíkt félag ætti að vera í líkingu við Petoro en ekki Statoil. Lagaákvæðin kveða enda á um að öll hlutabréf skuli ávallt vera í eign ríkissjóðs Íslands og félaginu sé óheimilt að starfa sem vinnslufyrirtæki. Í Noregi er Petoro engu að síður mjög áhrifaríkur þátttakandi í olíuiðnaðinum og er næst stærsti rétthafi norskra olíulinda, á eftir Statoil. Petoro var stofnað fyrir tíu árum og kaupir hlut í leitar- og vinnsluleyfum. Í gegnum Petoro fær norska ríkið þannig bein áhrif á þróun og vinnslu einstakra olíusvæða. Félagið hefur frá árinu 2001 fjárfest fyrir um 3.000 milljarða íslenskra króna og átt hlut í vinnslusvæðum sem skilað hafa ríkissjóði Noregs um 17 þúsund milljörðum íslenskra króna, sem er um þriðjungur olíugróða norska ríkisins á þessum tíma. Jan Mayen-samkomulagið milli Íslands og Noregs kveður á um gagnkvæman 25 prósenta nýtingarrétt þjóðanna í lögsögu hvors annars á hluta Jan Mayen-hryggjarins. Ef olíuvinnsluleyfum verður úthlutað á Drekasvæðinu má telja líklegt að norsk stjórnvöld feli Petoro að annast sinn hlut í svæðum Íslandsmegin. Hugmynd íslenskra stjórnvalda með íslensku ríkisolíufélagi er ekki síst sú að það verði þá handhafi samsvarandi réttar í vinnsluleyfum Noregsmegin. Þýðingarmikill munur er á þessum gagnkvæmu réttindum milli ríkjanna, Íslandi í hag. Norðmenn þurfa strax í upphafi leitar að ákveða hvort þau vilji nýta sér sinn rétt Íslandsmegin. Íslendingar geta hins vegar beðið með að ákveða hvort þau nýti sér sinn rétt Noregsmegin þangað til þar finnst olía eða gas. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Heimild til íslenska ríkisins til að stofna ríkisolíufélag var lögfest á Alþingi fyrir þremur árum í aðdraganda fyrsta Drekaútboðsins. Megintilgangur slíks félags var í greinargerð sagður að gæta hagsmuna íslenska ríkisins og auðlinda þess. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að ráðgjafafyrirtæki hvetti til þess að íslensk stjórnvöld stofnuðu ríkisolíufélag að norskri fyrirmynd. Norska ríkið á hins vegar og rekur tvö olíufélög. Annars vegar Statoil, sem er 67 prósent í eigu norska ríkisins, og er stærsta fyrirtæki Norðurlanda, og hins vegar minna þekkt félag sem nefnist Petoro og er 100% í norskri ríkiseigu. Grundvallarmunur er á þessum tveimur félögum þar sem Statoil tekur þátt í olíuleit, vinnslu og sölu á öllum stigum, allt niður í bensínstöðvar. Petoro er hins vegar fyrst og fremst rétthafi á olíuleitar- og vinnsluleyfum í norskri lögsögu og lýtur beinni stjórn olíumálaráðherra og Olíustofnunar Noregs, meðan Statoil er hlutafélag skráð á markaði og rekið sem slíkt. Þegar Alþingi í desember árið 2008 lögfesti heimild til iðnaðarráðherra að stofna íslenskt ríkisolíufélag var beinlínis tekið fram í greinargerð frumvarpsins að slíkt félag ætti að vera í líkingu við Petoro en ekki Statoil. Lagaákvæðin kveða enda á um að öll hlutabréf skuli ávallt vera í eign ríkissjóðs Íslands og félaginu sé óheimilt að starfa sem vinnslufyrirtæki. Í Noregi er Petoro engu að síður mjög áhrifaríkur þátttakandi í olíuiðnaðinum og er næst stærsti rétthafi norskra olíulinda, á eftir Statoil. Petoro var stofnað fyrir tíu árum og kaupir hlut í leitar- og vinnsluleyfum. Í gegnum Petoro fær norska ríkið þannig bein áhrif á þróun og vinnslu einstakra olíusvæða. Félagið hefur frá árinu 2001 fjárfest fyrir um 3.000 milljarða íslenskra króna og átt hlut í vinnslusvæðum sem skilað hafa ríkissjóði Noregs um 17 þúsund milljörðum íslenskra króna, sem er um þriðjungur olíugróða norska ríkisins á þessum tíma. Jan Mayen-samkomulagið milli Íslands og Noregs kveður á um gagnkvæman 25 prósenta nýtingarrétt þjóðanna í lögsögu hvors annars á hluta Jan Mayen-hryggjarins. Ef olíuvinnsluleyfum verður úthlutað á Drekasvæðinu má telja líklegt að norsk stjórnvöld feli Petoro að annast sinn hlut í svæðum Íslandsmegin. Hugmynd íslenskra stjórnvalda með íslensku ríkisolíufélagi er ekki síst sú að það verði þá handhafi samsvarandi réttar í vinnsluleyfum Noregsmegin. Þýðingarmikill munur er á þessum gagnkvæmu réttindum milli ríkjanna, Íslandi í hag. Norðmenn þurfa strax í upphafi leitar að ákveða hvort þau vilji nýta sér sinn rétt Íslandsmegin. Íslendingar geta hins vegar beðið með að ákveða hvort þau nýti sér sinn rétt Noregsmegin þangað til þar finnst olía eða gas.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira