Innlent

Borga 20 milljónir á mánuði fyrir viðhald Landeyjahafnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kostnaðurinn við viðhaldsdýpkun Landeyjahafnar er um 20 milljónir á mánuði.
Kostnaðurinn við viðhaldsdýpkun Landeyjahafnar er um 20 milljónir á mánuði. Mynd/ Óskar P. Friðriksson.
Kostnaður við viðhaldsdýpkun í Landeyjahöfn hefur numið að meðaltali um 20 milljónum króna frá því í fyrrahaust og þar til 1. ágúst 2011. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Sem kunnugt er hefur Landeyjarhöfn reglulega fyllst af sandi frá því að hún var opnuð. Í sumum tilfellum hefur höfnin orðið svo grunn að ekki hefur reynst unnt að sigla Herjólfi inn í hana. Því hefur verið gripið til þess ráðs að fá reglulega sanddæluskip til þess að fylla höfnina. Samkvæmt svari ráðherra nam heildarkostnaðurinn við þetta 234 milljónum króna frá hausti 2010 til 1. ágúst 2011. Þessi kostnaður bætist við þær 3260 milljónir sem höfnin hefur kostað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×