Erlent

Alþjóðleg barátta gegn berklum að hefjast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Til stendur að efla baráttuna gegn berklum.
Til stendur að efla baráttuna gegn berklum. Mynd/ AFP.
Áætlað er að fara af stað með sérstakt átak í 53 ríkjum í Evrópu til þess að takast á við berkla í Evrópu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að berklar séu orðið vandamál sem ástæða sé til að varast. Flest berklatilvikin hafa komið upp í Austur-Evrópu en í Vestur-Evrópu hafa einnig komið upp nokkur tilvik, flest þeirra í Lundúnum.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að um 81 þúsund berklatilfelli komi upp í Evrópu á ári sem lyf verki ekki á. Í mörgum ríkjum komi upp fjölmörg tilfelli sem ekki sé hægt að greina. Markmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er, að sögn BBC, að fjölga greiningum og auðvelda aðgengi að meðferð. Sérfræðingar telja að með þessu megi spara milljarða punda og bjarga lífum 120 þúsund manna fyrir árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×