Innlent

Geir tekur sæti í borgarstjórn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Sveinsson er fyrsti varaborgarfulltrúi.
Geir Sveinsson er fyrsti varaborgarfulltrúi. Mynd/ Vilhelm.
Geir Sveinsson mun taka sæti Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur tímabundið í borgarstjórn Reykjavíkur. Þorbjörg Helga er, sem kunnugt er með barni, og mun taka sér leyfi. Geir segir í samtali við Vísi að ekki sé alveg ljóst hvenær hann taki sæti. „Það er ekki alveg komið á hreint, en einhvern tímann í októbermánuði,“ segir Geir.

Geir er fyrsti varamaður sjálfstæðismanna í borgarstjórn og á sæti í velferðarráði og íþrótta- og tómstundaráði. Hann segir að áherslur sínar liggi helst þar. „Og kannski eðli málsins samkvæmt að þá fer tíminn minn mest í það,“ segir Geir.

Geir er ekki alveg óvanur því að sitja borgarstjórnarfundi því að sem fyrsti varamaður hefur hann nokkrum sinnum tekið sæti í forföllum annarra borgarfulltrúa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×