Erlent

Troy Davis tekinn af lífi í Georgíu þrátt fyrir allt

Fjöldi fólks mótmælti aftökunni en allt kom fyrir ekki.
Fjöldi fólks mótmælti aftökunni en allt kom fyrir ekki.
Troy Davis sem dæmdur hafði verið fyrir morð á lögreglumanni í Georgíu í Bandaríkjunum árið 1989 var tekinn af lífi í gærkvöldi. Aftökunni var frestað á elleftu stundu í gærkvöldi, en aðeins um nokkra klukkutíma og fregnir af því að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði skorist í leikinn voru ekki á rökum reistar.  Árið 1991 var Davis dæmdur til dauða en efasemdir hafa komið upp um framburð vitna og mörg þeirra höfðu raunar dregið frásagnir sínar til baka eftir að dómurinn var kveðinn upp. Davis sjálfur hélt ætíð fram sakleysi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×