Erlent

Hljómsveitin R.E.M. hætt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Michael Stipe, söngvari R.E.M.
Michael Stipe, söngvari R.E.M. Mynd/ AFP.
Hljómsveitin R.E.M. er hætt eftir að hafa starfað í 31 ár. Þetta var tilkynnt á vefsíðu hljómsveitarinnar í dag. Á starfsferli sínum gaf hljómsveitin út 15 plötur. Nýjasta platan, Collapse Into Now, kom út í mars á þessu ári. Tímaritið Rolling Stone segir að sögur hafi verið á kreiki um það á dögunum að hljómsveitin hefði komið saman í hljóðveri í sumar, en óvíst er hvort eitthvað kemur úr þeirri vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×