Innlent

Vox rakaði inn verðlaunum fyrir matreiðslumann ársins

Sigurvegararnir í keppninni.
Sigurvegararnir í keppninni.
Úrslitakeppni um Matreiðslumann ársins fór fram í Hótel- og matvælaskólanum um síðustu helgi. Fulltrúar frá VOX Restaurant lentu í tveimur af þremur efstu sætunum, þeir Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem sigraði keppnina, og Fannar Vernharðsson í því þriðja.

Elín Bogga Þrastardóttir, þjónanemi á VOX Restaurant nældi sér svo í titilinn "framleiðslunemi ársins 2011" og mun hún taka þátt fyrir hönd Íslands í Norrænu nemakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×