Erlent

Dómari neitar að þyrma lífi Davis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Yfirvöld í Virginíufylki virðast harðákveðin í því að taka Davis af lífi.
Yfirvöld í Virginíufylki virðast harðákveðin í því að taka Davis af lífi. Mynd/ AFP.
Fátt virðist koma í veg fyrir að Roy Davis verði tekinn af lífi í fangelsi í Virginíufylki í kvöld. Davis hefur um tuttugu ára skeið setið á dauðadeild, grunaður um að hafa myrt lögreglumann á frívakt árið 1989. Brian Kammer, lögmaður hans, fór í dag fram á að mál hans yrði tekið upp aftur en því var hafnað.

Mikill vafi þykir leika á sekt Davis. Sjö manns, sem báru á sínum tíma vitni um sekt hans, hafa dregið vitnisburð sinn til baka. Fullyrt er að lögreglan hafi beitt óeðlilegum þrýstingi við skýrslutökur af vitnum. Þá eru engin DNA gögn sem benda til sektar Davis.

Saksóknarar segja hins vegar engan vafa leika á sekt Davis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×