Innlent

Klippum beitt til að ná manni úr bíl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slysið varð í Kömbunum.
Slysið varð í Kömbunum. Mynd/ Vilhelm.
Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu efst í Kömbunum um fimmleytið í dag. Ekki er þó talið að hann sé í lífshættu. Tveir bílar rákust þar saman og er talið að annar þeirra hafi verið að aka inn á veginn af bílastæði sem þar er. Einn maður var í öðrum bílnum og fimm í hinum. Allir sex voru fluttir á spítala, en fimm voru með minniháttar meiðsl. Beita þurfti klippum til að ná þeim sem slasaðist mest út úr bíl sínum.  




Tengdar fréttir

Harður árekstur í Kömbunum

Harður árekstur varð milli tveggja bíla í Kömbunum um fimm leytið í dag. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt þegar þeir skullu saman. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliði höfuðborgarsvæðinu voru sex manns fluttir á slysadeild, misjafnlega alvarlega slasaðir. Lögregla og sjúkralið frá Reykjavík, Árborgarsvæðinu og Hveragerði voru send á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×