Innlent

Áhöfn Ægis bjargaði 63 flóttamönnum úr sökkvandi báti

Varðskipið Ægir
Varðskipið Ægir
Ægir, varðskip Landhelgisgæslunnar bjargaði skömmu fyrir hádegið í dag, sextíu og þremur flóttamönnum af litlum ofhlöðnum báti, sem sökk miðja vegu á milli Marokkó og Spánar.

Í hópnum voru nokkur börn. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að fólkið hafi verið tekið um borð þar sem fólkið hlaut viðeigandi aðhlynningu. Annað björgunarskip kom svo og sótti fólki og fór með það í land á Spáni.

Varðskipið er að störfum á vegum landamærastofnunar Evrópubandalagsins, Frontex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×