Innlent

Framkvæmdastýra jafnréttisstofu: VR brýtur hugsanlega á karlmönnum

Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra jafnréttisstofu.
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra jafnréttisstofu.
Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, Kristín Ástgeirsdóttir, telur að hugsanlega sé verið að brjóta á karlmönnum með aðgerð VR, sem felst í því hvetja fyrirtæki til að veita konum tíu prósent afslátt af vörum þessa vikuna. Átak VR er liður í því að vekja athygli á launamisrétti kynjanna.

VR hefur kvatt fyrirtæki til þess að veita konum tíu prósent afslátt af vörum þessa vikuna til að vekja athygli á launamisrétti kynjanna, en kynbundinn launamunur hjá félögum VR mælist nú tíu prósent.

Kristín Ástgeirsdóttir segir að með aðgerðinni sé VR hugsanlega að brjóta á réttindum karlmanna. Hún telur að aðgerðin orki tvímælis þar sem hún felur í að verið er að mismuna fólki með kaup á vörum. Kristín setur fyrirvara við að einni mismunum sé mætt með annarri.

Hallur Reynisson, tvítugur maður frá Akureyri, kærði framtak VR til jafnréttisráðs í gær. Sjálfur starfar hann í Hagkaup og sagði í yfirlýsingu sem hann sendi Vísi í gær að honum blöskraði mismunina. Hann kærði 16 fyrirtæki og að auki formann VR og framkvæmdastjóra Hagkaupa.


Tengdar fréttir

Kassastrákur kærði formann VR til jafnréttisnefndar

Kassastrákurinn Hallur Reynisson hefur kært sextán fyrirtæki til kærunefndar jafnréttismála og að auki formann VR, Stefán Einar Stefánsson og yfirmann sinn, Gunnar Inga Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×